Hugleiðing dagsins
Við forðumst ákveðna staði ef við viljum ekki falla. Fyrir okkur spilafíklana þýðir það að forðast spilavítin, spilakassana, sjoppukassana og hvern þann stað þar sem fjárhættuspil er stundað. Ákveðnar tilfinningalegar aðstæður geta líka verið hættulegar fyrir mig, eins og að leyfa gremju að vaxa úr hömlu.

Tek ég grundvallaratriði GA prógramsins með mér hvert sem ég fer?

Bæn dagsins
Megi ég læra að ögra ekki sjálfum mér með því að koma við í spilasölunum eða með því að fylgjast með pókerspili. Slík ögrun getur verið hættuleg fyrir mig, sérstaklega ef ég er eggjaður áfram, ekki einvörðungu af eigin fíkn heldur líka af þeim sem enn eru fastir í viðjum fíknarinnar og hafa glatað allri ábyrgðarkennd.

Minnispunktur dagsins
Forðast staði sem skapa fallhættu.