Hugleiðing dagsins
Nánast hver einasti GA félagi, sem hefur fallið og komið aftur, hefur sömu sögu að segja, “Ég hætti að stunda fundi” eða “Ég var orðinn leiður á að heyra sömu sögurnar aftur og aftur og að sjá sömu andlitin aftur og aftur” eða “Ég hafði svo mikið að gera að ég komst ekki á fund” eða “Mér fanns ég ekki vera að fá neitt út úr fundunum.” Í stuttu máli, viðkomandi hætti að sækja fundi. GA frasi hittir naglann á höfuðið; “Þeir sem hætta að stunda fundi eru ekki viðstaddir fundi þar sem sagt er frá því hvað kemur fyrir þá sem hætta að stunda fundi.”

Mæti ég á nægilega marga fundi?

Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að halda mig við GA prógramið. Megi ég aldrei verða of þreyttur, of upptekinn, of ánægður með sjálfan mig, of fullur leiða til þess að mæta á fundi. Nánast undantekningarlaust hverfa framangreindar ástæður eins og dögg fyrir sólu, ef ég bara mæti á fund. Þreytan og lúinn víkur fyrir æðruleysi. Þreytan verður ekki eins yfirgengileg. Sjálfsánægjan víkur fyrir árvekni. Og hvernig getur mér leiðst á stað þar sem ríkir slík gleði og bræðralag?

Minnispunktur dagsins
Mæta á fundi.