Hugleiðing dagsins
Þeir eru fáir virku spilafíklarnir sem eru sér meðvitaðir um hversu órökrænir þeir eru, eða sem gera sér grein fyrir því og geta horfst í augu við það. Í einni orðabók er andlegt heilbrigði skilgreint sem “heilsteyptur hugur.” Enginn virkur spilafíkill, sem greinir eyðileggjandi hegðan sína á rökrænana hátt, getur með sanni sagst hafa heilsteyptan hug.

Er ég farinn að trúa því, eins og annað sporið mælir með, að máttur, sem er mér æðri, geti komið mér til að hugsa og lifa eðlilega á ný?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir að hegðun mín sem virks spilafíkils var hæglega hægt að lýsa sem “afbrigðilegri” og “vitskertri.” Það er nánast útilokað fyrir virkan spilafíkil að viðurkenna að hegðun hans sé “vitskert.” Ég bið að mér megi halda áfram að hrylla við vitskertri og andlausri hegðun minni þegar ég var virkur. Megi aðrir eins og ég gera sér grein fyrir fíkn sinni og finna hjálp í GA og öðlast trú á að æðri máttur geti komið þeim til þess að hugsa og lifa eðliega á ný.

Minnispunktur dagsins
Hann lagfærði anda minn.