Hugleiðing dagsins
Mörg okkar eiga erfitt með að losna við hina eyðileggjandi sektarkennd. Á fyrstu dögum mínum í GA prógraminu þá annað hvort misskildi ég sum tólf sporin eða var fullákafur í því að vinna þau og vann þau of hratt. Niðurstaðan varð því sú að ég jók við sektarkenndina og fannst ég vera enn minna virði en áður, í stað þess að öðlast frelsi eins og ætlunin er með sporavinnu. Ég náði þó, fljótlega, að öðlast fúsleika til þess að fyrirgefa sjálfum mér og ég byrjaði upp á nýtt. Með sjálfsskoðun og tiltekt í mínum málum, eins og sporin segja fyrir um, en ekki með offorsi og sjálfsfyrirlitningu sem stafar af hatri og sektarkennd, vann ég sporin.

Hef ég breyst til batnaðar?

Bæn dagsins
Megi ég fyrirgefa sjálfum mér, alveg eins og guð hefur fyrirgefið mér. Ef ég hangi á gamalli sektarkennd þá er ég ekki að fylgja fordæmi guðs. Ef minn æðri máttur, sem hefur leitt mig til GA, getur fyrirgefið mér þá get ég gert hið sama. Megi ég ekki telja eftir mér að fylgja því sem guð hefur í örlæti boðið mér.

Minnispunktur dagsins
Guð fyrirgefur. Hið sama verð ég að gera.