Hugleiðing dagsins
Þegar ég sá síst von á því þá reynir sjúkur hugur minn að fá mig til þess að taka aftur upp gamla atferlið og gömlu hugsanirnar. Hugur minn er í raun sérfræðingur í því að koma af stað neikvððum hugsunum og tilfinningum, næra þær og fá þær til þess að vaxa. Tilfinningum eins og öfund, ótti, kvíði og sektarkennd. Ég verð að takast á við þessar eitruðu tilfinningar um leið og ég finn þær vakna innra með mér. Ef ég geri það ekki þá er hætt við að ég næri þessar tilfinningar og styrki með því að vera í sífellu að leiða hugann að þeim þar til að þær verða að þráhyggju.

Þegar ég finn fyrir neikvæðum tilfinningum, bregst ég þá við með því að “bera kennsl á þær, viðurkenna tilvist þeirra og losa mig við þær”?

Bæn dagsins
Ég veit – og megi ég aldrei gleyma – að öruggasta leiðin til þess að leyfa neikvæðum tilfinningum að ná yfirhöndinni, er með því að láta sem þær séu ekki til staðar. Ef ég geri það þá verða þessar tilfinningar eins og óþekkir krakkar sem eru hunsaðir, þær eflast bara. En á sama hátt og með börn þá berum við ábyrgð á þessum tilfinningum, þetta eru okkar tilfinningar og við verðum að takast á við þær. Megi mér lærast að veita tilfinningum mínum athygli, jafnvel á þeim stundum þegar við vildum helst ekki að þær væru til.

Minnispunktur dagsins
Þekkja þær, viðurkenna og losna við.