Hugleiðing dagsins
Níunda sporið hljóðar svo: “Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, svo framarlega sem það særði engan.” Að bæta fyrir brot okkar getur verið ákaflega erfit, svo vægt sé til orða tekið; sjálfsálitið minnkar og dregur úr stolti. Samt er það svo að minnkað sjálfsálit og sært stolt er umbun í sjálfu sér og það að bæta fyrir brot sín getur leitt af sér mikla umbun. Þegar við hittum manneskju sem við höfum sært og biðjumst fyrirgefningar, þá eru viðbrögðin nánast undantekningarlaust jákvæð. Það krefst vitaskuld hugrekkis en útkoman réttlætir erfiðleikana.

Hef ég gert allt sem í mínu valdi er til þess að bæta fyrir brot mín?

Bæn dagsins
Megi guð stöðva mig ef ég skirrist við að standa við þær skuldbindingar sem felast í níunda sporinu. Megi ég skynja þann létti sem felst í því að biðja manneskju, sem ég hef skaðað, fyrirgefningar. Megi ég losna við að hafa áhyggjur af að skaða hið brothætta sjálfsálit sem ég hef, því ég mun þroskast innra með mér.

Minnispunktur dagsins
Að bæta fyrir brot sín er blessun.