Hugleiðing dagsins
Hversu mörg okkar gera ráð fyrir að kkoma til með að segja eftirfarandi; “Jæja, nú er ég að verða búinn að losna við fíknina. Hvað meira gæti ég hugsanlega viljað, eða gert? Ég er fínn eins og ég er.” Reynslan hefur sýnt okkur að gjaldið fyrir svona sjálfumgleði – eða kurteisislegar orðað, sjálfsánægju – er óhjákvæmileg hrösun, sem endar fyrr eða síðar með falli. Við verðum að vaxa og þroskast því annars mun okkur hnigna. Fyrir okkur getur “status quo” einungis átt við um daginn í dag, ekki morgundaginn. Við verðum að breytast; við getum ekki staðið í stað.

Freistast ég stundum til þess að láta gott heita?

Bæn dagsins
Megi ég horfa á umhverfi mitt og sjá að allt sem lifandi er er annaðhvort að vaxa eða hnigna; engin lífvera býr við óbreytt ástand. Lífið flæðir áfram. megi ég berast áfram með flæði lífsins, óhræddur við breytingar og fær um að losa mig undan þeim snörum á leiðinni sem trufla og halda aftur af vexti mínum og þroska.

Minnispunktur dagsins
Að lifa er að breytast.