Hugleiðing dagsins
Zen meistari var eitt sin spurður; “Hvernig ferðu að því að viðhalda hugarró og friði?” Hann svaraði; “Ég yfirgef aldrei staðinn sem ég hugleiði á.” Þrátt fyrir að hann hugleiddi snemma á morgnanna, þá bar hann með sér friðsæld þeirrar morgunstundar það sem eftir lifði dagsins.Að hægja á og róast er eitt af því erfiðasta sem spilafíkill tekst á við í batanum. Að vera á fullu – allan tímann – var orðinn vani hjá mér og ég varð að læra upp á nýtt að hægja á mér og hlusta. Að byrja daginn með bæn og hugleiðslu getur verið gjöfulasta stund dagsins fyrir mig. Þegar ég kýs að taka þann frið og þá hugarró, sem ég öðlast á slíkum stundum, með mér inn í daginn þá virðist mér sem heimurinn hægji á sér og hreyfist á sama hraða og ég.

Kann ég að meta þann frið sem fæst með hugleiðslu?

Bæn dagsins
Megi sérhver dagur byrja rólega og haldast friðsæll, svo fremi að mér takist að hafa hugann við það verk sem liggur fyrir hverju sinni, í stað þess að æða áfram í ójafnvægi. Æðibunugangur og hraði var einkenni mitt á meðan ég var virkur en nú einkennir æðruleysið mig.

Minnispunktur dagsins
Að hleypa æðruleysinu inn í líf mitt.