Hugleiðing dagsins
Í fjórða sporinu er lagt til að við gerum óttalaus siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil á lífi okkar – ekki siðlausa skrá um okkur sjálf. Sporin eru leiðarvísir að bata, ekki tæki til þess að hýða okkur með. Að gera reikningsskil á lífi sínu þýðir ekki að einblína eigi svo á gallana að kostirnir hverfi algjörlega. Á sama hátt þýðir það að sjá hið góða í sjálfum sér ekki endilega að maður sé hrokafullur né fullur sjálfbirgingsháttar. Ef ég lít á kosti mína sem guðs gjöf, þá get ég gert reikningsskil á lífi mínu af sannri auðmýkt og um leið fundið til yndis vegna þess sem er ljúft, ástríkt og drenglynt í fari mínu.

Ætla ég að trúa, eins og Walt Whitmann orðaði það, “Ég er meiri, betri en ég hélt; ég vissi ekki að innra með mér byggi svo mikil góðmennska….”?

Bæn dagsins
Þegar ég uppgötva góða hluti í mínu fari, eftir því sem ég kafa dýpra í kosti mína og galla, megi ég þá þakka þeim sem á þakkrinar skyldar – Guði, þeim er færir okkur hið góða. Megi ég kunna að meta hvaðeina sem er gott í mínu fari með auðmýkt, sem gjafar frá guði.

Minnispunktur dagsins
Góðmennska er guðs gjöf.