Hugleiðing dagsins
Þegar ég vakna þá ætla ég að hugsa í ró um næstu 24 stundir. Ég ætla að biðja guð að stýra hugsunum mínum og biðja sérstaklega um það að verða laus við sjálfsvorkun og óheiðarleika. Ef ég þarf að velja á milli hugsanlegra leiða þá ætla ég að biðja guð um innblástur, um hugusn gædda innsæi eða ákvörðun. Að því loknu ætla ég að slaka á, vitandi að allt mun fara vel.

Get ég trúað því að með því að gefa upp “rétt” minn til væntinga, þá mun ég kynnast frelsi?

Bæn dagsins
Ég lofa guð fyrir það að geta lofað guð, að geta valið hvenær ég leita til hans, að geta fundið mín eigin orð þegar ég tala til hans, að ávarpa hann á þann hátt sem mér finnst vera tilhlýðilegur. Megi ég um leið gera mér grein fyrir því að Hann verður að vera laus undan mínum væntingum, að Hann hafi þau áhrif á líf mitt sem Hann telur nauðsynleg.

Minnispunktur dagsins
Hver er ég að segja guði fyrir verkum?