Hugleiðing dagsins
Það er eitt, öðru fremur, sem getur létt þessa þunglyndistilfinningu sem ég fæ öðru hverju og það er kærleikur. Ég verð að sjá til þess að kærleikurinn sé viðloðandi líf mitt, í þeim skilningi að ég sé fær um að lát mér þykja vænt um aðra, frekar en að hafa áhyggjur á því hvort einhver elski mig.Á einhvern hátt gerist það, að ef ég legg mig tilfinningalega og andlega fram um að hugsa um aðra, þá finn ég sjálfan mig. Í dag skil ég það sem var sagt við mig, á mínum fyrstu GA fundum, þegar mér var sagt að ég væri mikilvægasta persónan í herberginu.

Segi ég það sama við nýja GA félaga, og meina ég það?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir því að ef ég er fær um að elska aðra, án þess að vænta nokkurs í staðinn, þá eru góðar likur á því að mér muni verða endurgoldið með kærleik.
Það eru einvörðungu væntingar mínar um velþóknun sem eyða áhrifum væntumýkju minnar.

Minnispunktur dagsins
Ást er ekki fjárfesting heldur umburðarlynt framlag.