Hugleiðing dagsins
Þegar ég sé nýja félaga koma í GA samtökin þá rifjast upp fyrir mér sá sársauki sem ég lifði með og sú óreiða sem líf mitt var í, og síðan sú von sem ég fann loks fyrir þegar ég varð viljugur til þess að stunda GA prógramið. Þegar ég sé og heyri gömlu félagana tala, suma með 10 ár eða meira í GA samtökunum, þá minnir það mig á að ef ég ætla að halda áfram á batavegi þá verði ég að gera GA prógramið að hluta af mínu daglega lífi. Þó svo að ég geti ekki gleymt gærdeginum þá verðu DAGURINN Í DAG að vera í brennidepli hjá mér.

Geri ég mér grein fyrir því að ef ég geri GA prógramið að hluta af lífi mínu í dag þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni né heldur að burðast með harm vegna fortíðarinnar.?

Bæn dagsins
Gjör mig tvíviljugan – til þess að deila reynslu minni með nýliðum og til þess að hlýða á þá sem hafa meiri reynslu en ég. Nýliðinn og sá sem lengra er kominn geta báðir kennt mér mikilvæga lexíu, ef ég er bara tilbúinn til þess að hlusta og læra. Hjálpaðu mér að læra meira svo ég geti boðið meira af mér.

Minnispunktur dagsins
Góður kennari er námsfús.