Hugleiðing dagsins
Heimspekingurinn Schopenhauer skrifaði “Þegar einstaklingur er í þeirri stöðu að hann trúir því að eitthvað muni gerast, sem hann í raun vonast eftir að gerist ekki, og það sem hann vonar að gerist getur aldrei orðið – þetta ástand kallast örvænting.” Það er erfitt að takast á við hinn raunverulega sársauka sem tilfinningalegir erfiðleikar geta valdið okkur, þegar við erum að halda bindindið frá fjárhættuspilum. En með tímanum lærist okkur að það að takst á við slíka erfiðleika er hin sanna prófraun þegar kemur að því að lifa samkvæmt GA prógraminu.

Trúi ég því að mótlæti gefi mér betri möguleika á því að vaxa og þroskast heldur en stöðugur meðbyr og velgengni?

Bæn dagsins
Megi ég trúa þvi að guð, í visku sinni, er ekki að láta mig takast á við tilfinningalega erfiðleika bara til þess að láta reyna á bindindi mitt, heldur er hann að skora á mig að styrkja sannfæringu mína og sjálfsstjórn. Megi mér lærast að vera óhræddur við tilfinningaleg gil og skorninga, því GA prógramið hefur útbúið mig fyrir allar torfærur.

Minnispunktur dagsins
Mótlæti getur af sér styrk.