Hugleiðing dagsins
Reynslubolti í GA samtökunum ráðlagði mér að gera reglulega svokallaða “bata-birgðatalningu.” Niðurstöðu slíkrar talningar hafa sýnt mér – svo ekki verður um villst – að loforð þau sem okkur eru gefin í GA prógraminu hafa ræst. Ég er ekki lengur sá sjúki maður sem ég var árum saman; Ég er ekki lengur andlega, líkamlega og fjárhagslega gjaldþrota; Ég hef öðlast nýtt líf og nýja leið í lífinu, og ég hef öðlast innri frið megnið af tímanum. Þetta nýja líf mitt er svo gjörólíkt mínu gamla lífi, þegar ég kveið því að takast á við hvern nýjan dag. Kannski ættum við öll að gera svona birgðatalningu öðru hverju, þar sem sjáum svart á hvítu hvað GA prógramið er að gera fyrir okkur.

Ætla ég að að reyna að sá fræjum trúar þar sem óttinn ræður ríkjum?

Bæn dagsins
Guð, lát mig bera saman mitt nýja líf og hið gamla – einvörðungu til þess að sýna mér fram á hve mikið allt hefur breyst. Megi ég skoða árangur minn endrum og sinnum – bæði fyrir mig sem og nýliðana í GA. Megi þessi skoðun snúast – í einlægni – um það sem ég “er að gera” en ekki – í sjálfumgleði – það sem ég “hef gert.”

Minnispunktur dagsins
Hafa loforð prógramsins ræst fyrir mig? Hef ég staðið við mín loforð