Hugleiðing dagsins
Heil lífsheimspeki felst í ensku orðunum “Live and Let Live.” Í þessari setningu felst að við erum í fyrstu hvött til þess að lifa lífinu til fulls, ríkulega og af hamingju – að upplifa örlög okkar með þeirri gleði sem hlýst af því að gera vel hvað svo sem við tökum okkur fyrir hendur. Síðan kemur erfiðari þraut; Let Live. Í því felst að sætta sig við að aðrir hafi rétt til þess að lifa sínu lífi eins og þeir kjósa, án gagnrýni eða fordóma af okkar hálfu. Þessi heimspeki útilokar fyrirlitningu af okkar hálfu gagnvart þeim sem hugsa ekki eins og við. Í henni felst einnig viðvörun gagnvart gremju og minnir okkur á að túlka ekki gjörðir annarra sem persónulega áraás.

Er ég byrjaður að losna undan þeirri freistni að pæla í því hvað annað fólk gerir og segir ?

Bæn dagsins
Megi ég lifa lífinu til fulls, gerandi mér grein fyrir því að það að sökkva sér niður í leit að ánægju er ekki trygging fyrir ánægju og að góðmennska guðs er til skiptanna. Megi ég eiga hlutdeild í henni. Megi mér lærast að taka ekki ábyrgð á gjörðum annarra; slíkt væri stjórnsemi, að reyna að vera stjórnandi í lífi annarra.

Minnispunktur dagsins
Live and Let Live