Þjofur…

Ég byrjaði að spila fjárhættuspil þrettán ára gamall. Fjölskylda mín var miðstéttarfólk. Báðir foreldrar mínir lögðu hart að sér til að veita okkur sem mest. Þegar ég var þrettán ára byrjaði ég að sækja keiluspilastaði og spila keilu um smápening. Þegar allt var upptekið þar leituðum við annað; ef það rigndi veðjuðum við um regndropa sem runnu niður gluggarúður. Ef það var sólskin fórum við í kirkjugarðinn bak við keiluspilastaðinn og spiluðum tuttugu og eitt á legsteininum. Við spiluðum fjárhættuspil bak við samkunduhús og kirkjur, alls staðar sem við gátum spilað. Við veðjuðum um allt milli himins og jarðar, hlaup, skordý, regndropa, snjókomu og bílnúmer. Hvað sem var. Ég var venjulegt barn úr miðstéttarfjölskyldu. Hvers vegna spilaði ég fjárhættuspil ? Þá vissi ég ekki hvers vegna ég spilaði fjárhættuspil. Ég veit bara að ég fæ aldrei bætt allt það tjón sem ég olli á uppvaxtaráunum. Sextán ára spilaði ég keiluspil og fékk peninga fyrir það hvort sem ég vann eða tapaði. Ég fékk greidda 50 dollara hvort sem ég vann eða tapaði og ef éf vann fékk ég 35% af gróðanum. Á föstudagskvöldum klifraði ég út um gluggann um miðnætti svo foreldrar mínir kæmust ekki að því að ég væri að fara út til að spila. Ég spilaði keiluspil alla nóttina til tíu að morgni og klifrai þá aftur inn um gluggann og lá í rúminu þegar foreldrarnir komu að vekja mig. Ég spilaði mikið og græddi heilmikið á keiluspilinu. En ég var spilafíkill svo mér fannst ég aldei græða nóg. Ég fór fyrst til okurlánara þegar ég var sextán ára gamall og skipti við okrara alt þangað til ég varð 25 ára og gekk í GA – samtökin. Þegar ég var sautján ára varð faðir minn að selja fyrirtækið sitt til að borga 80 þúsund dollara spilaskuldir sem við bróðir minn höfðum safnað. Faðir minn gat því aldrei sest í helgan stein og varð að vinna fyrir sér þangað til hann dó 74 ára gamall. Ég fór í framhaldsskóla og faðir minn vann tvöfalda vinnu til að kosta skólagöngu mína, bróður míns og systur minnar. Í framhaldsskólanum gerði ég ekkert annað en að sitja í spilastofunni og spila fjárhættuspil. Ekkert annað. Loks var ég rekin úr skólanum og gekk í herinn. Ég gekk í herinn til að fá menntun og byrja nýtt líf. Á ellefu mánuðum kom ég tvisvar fyrir herrétt fyrir að brjótast inn í skápa og stela peningum til að geta spilað fjárhættuspil. Ég var rekin úr hernum og var heppinn að sleppa með að fá almenna lausn. Þá fluttist ég aftur heim til foreldra minna. Þar læddist ég oft inn í svefnherbergi foreldra minna meðan þeir sváfu og stal peningum úr vösum föður míns. Ég tók myntsafn sem hann átti og seldi það. Ég stal myndavélum hans; ég stal skartgripum móður minnar; ég silfurborðbúnaðinum og seldi hann. Ég stal frá ættingjum mínum. Ég tóg fé að láni. Ég gaf út innistæðulausar ávísanir. Ég fór í hverja A & S – búð og keypti alls 26 blandara fyrir 46 dollara hvern, greiddi þá með A & S – krítarkorti og skipti þeim svo í öðrum búðum fyrir peninga til að spila fjárhættuspil. Fjórar vikur í röð fór ég í Gertz – stórverslunina og skipti 50 dollara ávísun. Loksins náðist ég. Ég lenti ótrúlega oft í vandræðum en mér tókst alltaf að láta bjarga mér. Ég fór til foreldra minna og sagði; Mamma, ég verð að fá þúsund dollara, annars drepur okrarinn mig. Segðu pabba ekki frá því. ” Svo fór ég til pabba og sagði; ég verð að fá þúsund dollara. “þannig fékk ég 2000 því foreldrar mínir hefðu gefið sálin úr brjósti sér til að vernda börnin sín og ég hagnýtti mér það. Ég kynntist stúlku þegar ég var í háskólanum í Bridgeport. Hún tók MA próf þegar hún var tvítug og þá giftum við okkur. Ári síðar var hún ein taugahrúga. Við vorum gift í fimmtán mánuði og ég lagði líf hennar í rúst. Ég laug stöðugt að henni og það voru aldrei til peningar á heimilinu. Ég þóttist þurfa peninga handa lækninum, lögmanninum, slátraranum eða hverju sem var og líka til að borga leiguna. Að lokum vorum við borin út úr íbúðinni. Ég stal frá tengdaforeldrum mínum; ég stal frá ömmu konunnar minnar og gerði konunni minni lífið leitt á allan hátt. Viku eftir brúðkaupið komum við heim úr brúðkaupsferðinni og ég tók alla peninga sem við áttum og borgaði okurkörlum. Ég stal demantaskreyttu úri sem foreldrar mínir höfðu gefið konunni minni og veðsetti það. Ég kom henni í trú um að hún hefði týnt því í brúðkaupi vinar okkar. Allt þetta gerði ég áður en ég kom í GA – samtökin. Ég gerði hvað sem var til að komast yfir peninga. Þegar ég kom í GA – samtökin var ég með 95 dollara á viku og átti að borga okrurum 350 dollara á viku. Ég hafði fengið 17 dóma. Ég skuldaði þremur lánastofnunum. Ég skuldaði 32 mönnum fé og kallaði sjálfan mig þess vegna mínusnúllið. Það tók mig langan tíma að borga þeim öllum en með hjálp GA – stefnunnar hafa allir sem ég skuldaði fengið fé sitt endurgreitt. Það gekk hægt og var erfitt en ég varð að gera það, þannig er GA – leiðin. Með batastefnu GA er ég orðinn venjulegur maður en þó með einni undartekningu; ég get ekki spilað fjárhættuspil. Nú sæki ég GA – fundi reglulega. Ef læknir segði mér að ég væri með krabbamein en ég gæti fengið bata með því að fara í geislun þrjá tíma í senn vikulega þá myndi ég fara í geislun. Spilafíkn er eins konar krabbamein og byrjar í æsku. Ég og bróðir minn urðum báðir spilafíklar. Eini munurinn á mér og tvíburabróður mínum er að hann er enn virkur spilafíkill. Ég er óvirkur spilafíkill. Sjúkdómurinn er ólæknandi en það er hægt að halda honum niðri. Og það er aðeins hægt ef ég get haldið áfram að fylgja GA – stefnunni.