Hugleiðing dagsins
Þó svo að ég hafi stundum beðið til guðs hér áður fyrr, þá var það ekki fyrr en ég hafði verið í GA í nokkra mánuði að ég áttaði mig á því að bænir mínar voru á röngum forsendum. Eg hafði átt í samningaviðræðum við guð og beðið hann um að uppfyllia óskir mínar í stað þess að segja “verði þinn vilji.” Niðurstaðan varð auðvitað sú að ég var áfram fullur af sjálfsblekkingum og var þar af leiðandi +ofær um að meðtaka þá náð sem myndi hjálpa mér á braut til heilbrigðara lífs.

Sé ég nú, að hér áður fyrr var ég vanur, þegar ég bað til guðs, að biðja hann um að láta 2 plús 2 vera eitthvað annað er 4?

Bæn dagsins
Megi ég líta til baka og gera mér grein fyrir því að ég var vanur að biðja til guðs um lausnir sem ég taldi vera bestar, út frá mínum sjónarhóli. Megi ég efast, þegar ég horfi til lengri tima, um það hvort þessar lausnir/óskir hefðu verið réttar, hefði guð kosið að uppfylla þær. Nú, þegar ég lít til baka, megi ég þá gera mér grein fyrir því að óskir mínar voru ekki ýkja vel grundaðar né heldur skynsamlegar. Megi ég vera sáttur við að treysta guði.

Minnispunktur dagsins
Verið getur að guð láti ekki hlutina gerast eftir mínu höfði.