GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

2.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Heil lífsheimspeki felst í ensku orðunum “Live and Let Live.” Í þessari setningu felst að við erum í fyrstu hvött til þess að lifa lífinu til fulls, ríkulega og af hamingju – að upplifa örlög okkar með þeirri gleði sem hlýst af því að gera vel hvað svo sem við tökum okkur fyrir hendur. Síðan kemur erfiðari þraut; Let Live. Í því felst að sætta sig við að aðrir hafi rétt til þess að lifa sínu lífi eins og þeir kjósa, án gagnrýni eða fordóma af okkar hálfu. Þessi heimspeki útilokar fyrirlitningu af okkar hálfu gagnvart þeim sem hugsa ekki eins og við. Í henni felst einnig viðvörun gagnvart gremju og minnir okkur á að túlka ekki gjörðir annarra sem persónulega áraás.

Er ég byrjaður að losna undan þeirri freistni að pæla í því hvað annað fólk gerir og segir ?

Bæn dagsins
Megi ég lifa lífinu til fulls, gerandi mér grein fyrir því að það að sökkva sér niður í leit að ánægju er ekki trygging fyrir ánægju og að góðmennska guðs er til skiptanna. Megi ég eiga hlutdeild í henni. Megi mér lærast að taka ekki ábyrgð á gjörðum annarra; slíkt væri stjórnsemi, að reyna að vera stjórnandi í lífi annarra.

Minnispunktur dagsins
Live and Let Live

Hugleiðing dagsins
Við getum verið umvafin fólki en samt verið einmanna. Við getum verið ein og út af fyrir okkur en samt verið glöð og ánægð. Í hverju liggur munurinn? Við finnum til einsemdar ef við búumst við einhverju af öðru fólki, sem það getur ekki veitt okkur. Enginn annar getur veitt okkur hugarró, viðurkenningu og friðsæld. Og þegar við upplifum það að vera einsömul , þá þurfum við ekki að finna til einsemdar. Guð er með okkur; nærvera hans er eins og hlýtt teppi sem umlykur okkur. Því meira sem við skynjum okkur sem elskuð af guði, þeim mun sáttari og öruggari erum við – hvort sem við erum ein eða innan um annað fólk.

Skynja ég guð á öllum stundum og á öllum stöðum?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að við eigum hvert og eitt okkar eigin tegund einmannaleika – hvort sem við erum ung og vinalaus, gömul í biðsal dauðans, svipt, skilin eftir, á flótta eða bara einfaldlega undanskilin í hóp. Megi einmannaleiki minn hverfa smátt og smátt í ljósi þeirrar staðreyndar að einmannaleiki er algeng tilfinning, sem allir finna fyrir og þekkja af eigin raun – þó svo að líf sumra virðist eyðilegra en annarra. Megi ég – og allir sem finna til einmannaleika – finna fyrir huggun í félagsskap guðs.

Minnispunktur dagsins
Einmannaleiki deildur er einmannaleiki minnkaður.

Hugleiðing dagsins
Í dag ætla ég að vera óttalaus. Ef hugur minn verður þrunginn ótilgreindum ótta þá mun ég elta hann uppi og koma upp um hve óraunverulegur hann sé. Ég mun minna sjálfan mig á að Guð er við stjórnvölin í mínu lífi og að það eina sem ég þurfi að gera er að sætta mig við vernd hans og leiðsögn. Það sem gerðist í gær þarf ekki að trufla mig í dag.

Viðurkenni ég þá staðreynd að það sé í mínu valdi að gera daginn í dag góðan einvörðungu með því að hvernig ég hugsa og framkvæmi?

Bæn dagsins
Megi ég gera daginn í dag að góðum degi. Megi ég vita að það er mitt að tileinka deginum góðar aðstæður, með jákvæðu viðhorfi gagnvart því sem líðandi stund ber í skauti sér. Megi ég vera ónæmur gagnvart leifum gærdagsins. Guð, viltu vera mér nálægur í allan dag.

Minnispunktur dagsins
Að gera hann góðan.