GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

1.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Áður fyrr fannst mér allt þurfa að vara að eilífu, það sem eftir væri ævinnar. Ég eyddi ótöldum stundum í að rifja upp gömul mistök. Ég reyndi að leyta huggunar í vonlausri væntingu um að á morgun yrði allt “öðruvísi og betra.” Reyndin varð sú að ég lifði í draumóraheimi þar sem hamingju naut ekki við. Engin furða að ég brosti sjaldan og hló nánast aldrei upphátt.

Eru hugsanir mínar enn bundnar við “að eilífu?”

Bæn dagsins
Megi nýársheit mín ekki vera bundin við árið í heild heldur einvörðungu einn dag í einu. Fyrri nýársheit mín hafa verið því marki brennd að vera yfirmáta stórfengleg og enst frekar stutt. Megi ég ekki veikja nýársheit mitt með því að láta það vara “að eilífu” – jafnvel ekki svo lengi sem heilt ár. Megi ég endurnýja heit mitt á hverjum degi. Megi mér lærast að hætta að horfa á fyrri mistök mín í ljósi eilífðarinnar. Megi mér í staðinn auðnast að hefja hvern dag með nýfundinni von og nýstrengdu heiti.

Minnispunktur dagsins
Gleðilegt nýtt ár.

Hugleiðing dagsins
Í dag ætla ég að vera óttalaus. Ef hugur minn verður þrunginn ótilgreindum ótta þá mun ég elta hann uppi og koma upp um hve óraunverulegur hann sé. Ég mun minna sjálfan mig á að Guð er við stjórnvölin í mínu lífi og að það eina sem ég þurfi að gera er að sætta mig við vernd hans og leiðsögn. Það sem gerðist í gær þarf ekki að trufla mig í dag.

Viðurkenni ég þá staðreynd að það sé í mínu valdi að gera daginn í dag góðan einvörðungu með því að hvernig ég hugsa og framkvæmi?

Bæn dagsins
Megi ég gera daginn í dag að góðum degi. Megi ég vita að það er mitt að tileinka deginum góðar aðstæður, með jákvæðu viðhorfi gagnvart því sem líðandi stund ber í skauti sér. Megi ég vera ónæmur gagnvart leifum gærdagsins. Guð, viltu vera mér nálægur í allan dag.

Minnispunktur dagsins
Að gera hann góðan.