GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

2.ágúst

Comments off

Hugleiðing dagsins
Þegar ég byrja að bera saman líf mitt og annarra, þá byrja ég að færast nær og nær hinu myrka feni sjálfsvorkunar. Ef ég, á hinn bóginn, hef á tilfinningunni að það sem ég er að gera sé rétt og gott, þá minnkar þörf mín fyrir viðurkenningu og samþykki annarra. Lófaklapp er fínt og gott, en er ekki ómissandi fyrir mína innri hamingju. Ég tileinka mér GA prógramið til þess að losna við sjálfsvorkun, ekki til þess að auka mátt hennar til þess að eyðileggja mig.

Er ég að læra af öðrum hvernig þau hafa unnið úr sínum vandamálum, svo ég geti gert það sama við mín vandamál?

Bæn dagsins
Guð, lát mig ætíð vera vakandi fyrir því hvaðan ég kem og þeim nýju markmiðum sem ég hef verið hvattur til að setja mér. Megi ég hætta að leyta eftir viðurkenningu frá öðrum og fara að upplifa eigin sjálfsvirðingu, sjálfsmat og sjálfsálit þegar ég veit að ég hef unnið til þess. Hjálpa mér að gera sjálfan mig aðlaðandi í eigin augum, svo það megi skína í gegn, í stað þess að leita stöðugt aðdáunar utan frá. Ég er þreyttur á að vera í hlutverki og búningi, Guð; hjálpaðu mér að vera ég sjálfur.

Minnispunktur dagsins
Hefur einhver séð MIG?

1.ágúst

Comments off

Hugleiðing dagsins
Sjálfsvorkun er ömurlegur persónuleikagalli sem heltekur viðkomandi. Sjálfsvorkun krefst þess að við séum stöðugt með hugann við sig og veitum sér athygli og afleiðingin er sú að það dregur úr samskiptum mínum við aðra, sér í lagi samskipti mín við minn Æðri Mátt. Í raun dregur sjáfsvorkun úr andlegum framförum. Sjálfsvorkun er einnig ákveðin tegund píslarvættis, sem er munaður sem ég get ekki leyft mér. Meðalið er, hefur mér verið kennt, að skoða rækilega sjálfan mig og enn betur Tólf Spor GA prógramsins.

Bið ég minn Æðri Mátt um hjálp við að losna undan viðjum sjálfsins?

Bæn dagsins
Megi ég veita því athygli að þau okkar sem velta sér upp úr sjálfsvorkun, fá nánast enga vorkun frá öðrum.
Enginn – ekki einu sinni Guð _ getur svalað endalausri þörf þeirra fyrir vorkun. Megi ég bera kennsl á ókræsilega tilfinninguna af sjálfsvorkun, þegar hún reynir að lauma sér inn í huga minn og ræna mig æðruleysinu.
Megi Guð hjálpa mér að vera á varðbergi gagnvart lymsku sjálfsvorkunnar.

Minnispunktur dagsins
Sá sem heldur mér föngnum er ég sjálfur.

Hugleiðing dagsins
Í dag ætla ég að vera óttalaus. Ef hugur minn verður þrunginn ótilgreindum ótta þá mun ég elta hann uppi og koma upp um hve óraunverulegur hann sé. Ég mun minna sjálfan mig á að Guð er við stjórnvölin í mínu lífi og að það eina sem ég þurfi að gera er að sætta mig við vernd hans og leiðsögn. Það sem gerðist í gær þarf ekki að trufla mig í dag.

Viðurkenni ég þá staðreynd að það sé í mínu valdi að gera daginn í dag góðan einvörðungu með því að hvernig ég hugsa og framkvæmi?

Bæn dagsins
Megi ég gera daginn í dag að góðum degi. Megi ég vita að það er mitt að tileinka deginum góðar aðstæður, með jákvæðu viðhorfi gagnvart því sem líðandi stund ber í skauti sér. Megi ég vera ónæmur gagnvart leifum gærdagsins. Guð, viltu vera mér nálægur í allan dag.

Minnispunktur dagsins
Að gera hann góðan.