GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

Hugleiðing dagsins
Það hjálpar mér, þegar ég þarf að breyta viðhorfi mínu úr neikvæðu í jákvætt, að skrifa niður það sem ég þakklátur fyrir. Í dag ætla ég að gefa mér tíma til þess að útbúa lista yfir hið jákvæða í lífi mínu og það lán sem fylgir því kraftaverki sem bati minn er. Ég er þaklátur fyrir einfalda hluti eins og; það að geta sofnað glaður, að vakna glaður yfir því að vera á lífi, að takast á við lífið á þess eigin skilmálum – með ró í huga og sjálfsvirðingu.

Er ég búinn að gleyma því að öllum þörfum mínum hefur verið fullnægt í dag? Fer ég yfir það hve lánsamur ég er, á hverjum degi?

Bæn dagsins
Á þessum ástríka degi, megi ég telja upp allt það góða í lífi mínu og vera þakklátur fyrir. Megi ég ekki ganga að neinu láni sem gefni, þar á meðal mínum eigin hjartslætti og snertinfgu fersks andrúmslofts þegar ég anda.

Minnispunktur dagsins
Að gera mér grein fyrir – og hugleiða – hve lánsamur ég er.

Hugleiðing dagsins
Við heyrum stundum sagt um einhvern, að hann skyggi á sjálfan sig. Sú mynd sem kemur upp í hugann, þegar við heyrum þetta, er að mörg okkar skyggja á eigin hamingju með hugarfari sem er byggt á misskilningi. Látum okkur lærast að stíga til hliðar svo ljósið nái að skína á okkur og allt sem við gerum. Því fyrr getum við ekki séð sjálf okkur og okkar verk í réttu ljósi. Fyrir tilstuðlan GA programsins þá þurfum við ekki lengur að skyggja á okkur sjálf og reyna ein í myrkri að greiða úr öllum okkar vandamálum.

Þegar ég stend frammi fyrir vandamáli sem virðist óleysanlegt, ætla ég þá að spyrja sjálfan mig hvort að ég skyggi á sjálfan mig?

Bæn dagsins
Megi ég ekki flækjast fyrir sjálfum mér, rugla eigin hugsanir, flækjast fyrir eigin fótum, setja hindranir í veginn í átt að bata. Ef ég finn fyrir því að ég sé farinn að skyggja á sjálfan mig, megi ég þá biðja minn æðri mátt og félaga mína í GA um leiðsögn.

Minnispunktur dagsins
Ef það eina sem ég sé er minn eigin skuggi, þá er ég farinn að skyggja á sjálfan mig.

Hugleiðing dagsins
Ég er þakklátur fyrir vini mína í GA félagsskapnum. Ég er meðvitaður um þá náð að njóta vináttu – þeirrar náðar sem fundirnir eru, samkenndin, glaðmildin, að hlusta og að vera til taks ef mín skyldi vera þörf. Ég veit nú að ég þarf að vera vinur til þess að eignast vini.

Mun ég strengja þess heit í dag að vera betri vinur? Mun ég sýna í dag í verki, gerðum og hugsun hvernig vinur ég er?

Bæn dagsins
Megi ég gefa til baka til GA sambærilega vináttu og þá sem ég hef þegið frá wsamtökunum. Megi mér auðnast að kynnast aftur gagnkvæmri gleði sem hlýst af umhyggju og hlutdeild, eftir að hafa, svo árum skiptir, einungis átt yfirboðskenndan kunningsskap við annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Vera vinur.

Hugleiðing dagsins
Það veitir mér styrk og hugreystingu að tilheyra alþjóðlegum félagsskap. Mörg þúsund manns, sem allir hafa sama sjúkdóm og ég, vinna saman að sama markmiði. Og vegna þess að við vinnum öll, hvert á sinn hátt, að því að hjálpa hvert öðru, þá þurfum við aldrei aftur að finnast við vera ein á báti. Þetta sameiginlega vandamál, spilafíknin, sem tengir okkur er hægt að leysa með skilningi, kærleik og gagnkvæmri þjónustu. Náð okkar æðri máttar drífur áfram GA prógramið.

Hef ég þakkað mínum æðri mætti í dag fyrir að hafa hjálpað mér að finna GA, félagsskap sem er að hjálpa mér að hefja nýtt líf?

Bæn dagsins
Þökk sé Guði fyrir að losa mig við þann einmannaleika sem ég hafði búið sjálfum mér, gefa mér aftur innri ró og að hafa leitt mig á vit vináttunnar í GA.

Minnispunktur dagsins
Heimur minn er fullur af vinum.

Hugleiðing dagsins
T. J. Watson, stofnandi IBM, sagði eitt sinn; “Til þess að öðlast velgengni þá þarf manni að hafa misheppnast.” Þetta eru orð að sönnu fyrir flesta spilafíkla. Ef ekki hefði verið fyrir síendurtekin mislukkuð veðmál og spilamennsku, þá hefðum við ekki áttað okkur á því að sjálft tapið var ekki vandamálið heldur hitt að hafa yfirhöfuð veðjað. Það var ekki fyrr en okkur hafði misheppnast svo gjörsamlega að við áttuðum okkur á að velgengni felst ekki í að vinna veðmál, heldur hinu að sleppa því að veðja. Það verður því val okkar, sú framkvæmd að veðja ekki, sem stuðlar að velgengni okkar.

Er ég vongóður um að velgengni sé framundan, nú þegar mislukkuð spilamennska er að baki?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að von um velgengni kemur í kjölfar þess að hafa verið mislukkaður. Megi reynslusögur annarra GA félaga sýna mér að með því að horfast í augu við og viðurkenna fyrri mistök, þá sé það traustari grundvöllur fyrir nýju lífi heldur en tilviljunarkenndur vinningur.

Minnispunktur dagsins
Að misheppnast getur verið stoð undir bata.

9.febrúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Við þurfum að temja okkur umburðarlyndi, þegar hegðan annarra fer í taugarnar á okkur. Við vitum sem er að ekkert í fari annarra, hversu særandi, ógeðfellt og siðlaust okkur kann að finnast það, réttlætir afturför í bata okkar. Bati okkar ætti ætíð að vera í fyrirrúmi og við eigum ekki að vera hrædd við að koma okkur í burt frá aðstæðum og persónum sem valda okkur vanlíðan. En við verðum líka að leitast við að setja okkur í spor annarra, sérstaklega þeirra sem fara í taugarnar á okkur.

Get ég sætt mig við þá staðreynd að það að skilja aðra er mikilvægara fyrir bata minn en að þeir skilji mig?

Bæn dagsins
Megi mér auðnast að sýna öðrum skilning, sama hversu mikið viðkomandi fer í taugarnar á mér. Og hugrekki til þess að koma mér í burt frá aðstæðum sem gætu skaðað bata minn.

Minnispunktur dagsins
Sýna öðrum umburðarlyndi og skilning

8.febrúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Þegar við hættum að spila þá var það okkur léttir að sjá að nýfundnir félagar í GA virtust alls ólíkir fjandsamlega fjöldanum sem við þekktum bara sem “þeir.” GA félagar sýndu okkur skilning og umhyggju en ekki gagnrýni og grunsemd.
Það kemur fyrir að við hittum fólk sem fer í taugarnar á okkur, bæði í Prógraminu og utan þess. Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að það er til fólk sem er okkur ekki sammála og gerir hluti sem við erum ekki sátt við.

Er ég byrjaður að sjá skoðanamunur er eitthvað sem ég verð að læra að lifa með og að það er grundvallaratriði fyrir áframhaldandi bata?

Bæn dagsins
Megi augu mín opnast fyri því að skoðanamunur fólks gerir heiminn að þeim fjölbreytta stað sem hann er og að ég verð að umbera fólk sem fer í taugarnar á mér. Megi mér skiljast að ég verð að umbera slíkt fólk og að fjandsamlegt viðhorf mitt í garð annarra geti hugsanlega verið leifar frá óheilbrigðu lífi mínu, þegar mér fannst eins og allur heimurinn væri á móti mér.

Minnispunktur dagsins
Læra að lifa með skoðanamun.

7.febrúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Heiðarleiki er orð sem ég varð að kynnast upp á nýtt. Áður en ég gerðist félagi í GA þá voru lygar og óheiðarleiki og hagræðing á sannleikanum svo ríkur þáttur í hegðan minni að ég var sjálfur farinn að trúa þeim.
Í dag reyni ég að vera heiðarlegur, bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum. Ég verð umfram allt að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér varðandi það hverjum bati minn sé að þakka – mínum æðri mætti og félagsskapnum í GA.

Hef ég áttað mig á þeirri staðreynd að sjálfsblekking er mér skaðleg?

Bæn dagsins
Guð – hjálpaðu mér að hætta að nota réttlætingu, hagræðingu, afsakanir, afbökun sannleikans og hreina og klára lygi til þess að blekkja sjálfan mig og leyfðu mér að sjá hinn sanna mig. Megi ég kynnast þeirri persónu sem ég raunverulega er og öðlast hughreystingu í þeirri persónu sem get orðið.

Minnispunktur dagsins
Halló, ég. Má ég kynna mig fyrir hinum sanna mér?

Hugleiðing dagsins
Ég var sérfræðingur í óraunhæfri sjálfsvirðingu. Þegar svo bar undir sá ég bara góðu stundirnar í lífi mínu. Ég magnaði upp í huga mér hverja dyggð, hvort sem hún var raunveruleg eða ímynduð. Þessu næst klappaði ég sjálfum mér á bakið fyrir það hversu frábærlega mér gekk í Prógraminu. Þetta varð auðvitað til þess að ég vildi enn meiri “árangur” og enn meiri viðurkenningu. En var þetta ekki einmitt sú hegðun sem einkenndi mig þegar ég var enn virkur?

Nota ég stundum andleg markmið til þess að réttlæta kjánalega hegðun og þrjósku?

Bæn dagsins
Guð – hjálpaðu mér til þess að koma auga á hvort ég sé enn háður viðurkenningu og athygli. Svo háður að ég hneigist til þess að magna upp dyggðir mínar og afrek, hvort sem það er í Prógraminu eða á öðrum vettvangi. Megi mér auðnast að sjá mínar góðu hliðar eins og þær eru í raunveruleikanum, jafnvel þótt sjálsvirðing mín vaxi.

Minnispunktur dagsins
Læra að hafa hemil á sjálfbirgingshætti.

5.febrúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ef ég er áhyggjufullur, fullur vonleysis, argur eða á í erfiðleikum, hneigist ég þá til þess að réttlæta aðstæðurnar og kenna öðrum um? Þegar ég er í slíku ástandi, hættir mér þá til þess að segja, “Hann sagði….,” “Hún gerði…….,” “Þau gerðu…….”? Eða get ég í hreinskilni viðurkennt að hugsanlega sé annmarkann að finna hjá mér? Hugarró mín á allt undir að mér takist að yfirvinna þessi neikvæðu viðhorf mín og þá tilhneigingu mína að réttlæta alla skapaða hluti.

Ætla ég að reyna, dag eftir dag, að vera stranglega heiðarlegur gagnvart sjálfum mér?

Bæn dagsins
Megi ég standa sjálfan mig að verki, þegar ég nota þriðju persónu í setningum eins og; “Hann sagði….” eða “Þau lofuðu……” eða “Hún sagði að hún myndi……” og hlusta eftir sakbendingunni, sem var orðin að mynstri hjá mér og viðhélt ranghugmyndum og sjálfsblekkingu. Megi ég þess í stað snúast á hæli og horfast í augu við sjálfan mig.

Minnispunktur dagsins
Heiðarleiki er eina stefnan.