GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in January, 2024

Hugleiðing dagsins
Eitt það mest uppbyggjandi sem ég get tekið mér fyrir hendur er að læra að hlusta á sjálfan mig og ná sambandi við mínar sönnu tilfinningar. Árum saman hunsaði ég sjálfan mig og hlustaði þess í stað á annað fólk og líðan þess. Enn þann dag í dag finnst mér sem allir aðrir séu með allt sitt á hreinu, á meðan ég er enn að staulast áfram. Sem betur fer þá er ég að byrja að átta mig á að það að þóknast öðrum getur tekið á sig margvíslega mynd. Ég hef einnig, smám saman, byrjað að átta mig á að það er mögulegt fyrir mig að breyta mínum gömlu háttum.

Ætla ég að hvetja sjálfan mig til þess að hlusta betur á eigin líðan? Ætla ég að hlusta eftir minni innri rödd með þeirri væntingu að ég muni heyra yndislega hluti?

Bæn dagsins
Ég bið að ég megi bera næga virðingu fyrir sjálfum mér svo mér reynist unt að átta mig á mínum sönnu tilfinningum, þessum tilfinningum sem ég í svo langan tíma hunsaði og afneitaði, tilfinningum sem grófu um sig innra með mér eins og eitur. Megi ég vita að ég þarf oft að nema staðar og horfast i augu við eigin tilfinningar, hlusta á minn innri mann.

Minnispunktur dagsins
Ég vil gangast við eigin tilfinningum.

Hugleiðing dagsins
Hef ég öðlast frelsi enfaldlega vegna þess að einn daginn var ég veiklundaður en daginn eftir varð ég skyndilega staðfastur? Hef ég breyst úr þeirri hjálpavana og vonlausu persónu sem ég eitt sinn var einvörðungu með því að “einsetja mér að héðan í frá verði þetta öðruvísi”? Er sú staðreynd að ég sé áhyggjulausari í dag, heldur en nokkru sinni áður, afleiðing af mínum eigin viljastyrk? Get ég eignað mér heiðurinn af því að hafa rétt mig við? Ég veit betur, því ég leitaði skjóls hjá Mætti sem er sterkari en ég – Mætti sem er enn ofar mínum skilningi.

Sé ég breytingarnar, sem hafa orðið á mínu lífi, sem kraftaverk sem mannlegur máttur hefði ekki getað áorkað?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei missa sjónar á þeim Mætti sem breytti lífi mínu, eftir því sem dögunum fjölgar sem ég er spilalaus og ákvörðunin um að hætta fjárhættuspili verður fjarlægari. Megi ég muna að bindindi mitt frá fjárhættuspilum er viðvarandi kraftaverk, ekki umbreyting sem á sér stað einu sinni á ævinni.

Minnispunktur dagsins
Lífið er viðvarandi kraftaverk.

Hugleiðing dagsins
Ég var vanur að ímynda mér líf mitt sem einskonar afkáralegt óhlutstætt málverk: myndröð af kreppum sem rammaðar eru inn af endalausri ógæfu. Dagar mínir voru grámyglulegir og og hugsanir minar enn dekkri. Kvíði og ótilgreindur ótti ásótti mig. Ég var fullur af sjálfsfyrirlitningu. Ég hafði enga hugmynd um hver ég var, hvað ég var, né heldur hvers vegna ég var. Ég sakna ekki þessarar líðan. Í dag er ég, skref fyrir skref, að uppgötva hver ég er og ég er smám saman að átta mig á því að ég er frjáls til þess að vera ég sjálfur.

Er ég þakklátur fyrir hið nýja líf mitt? Hef ég gefið mér tíma í dag til þess að þakka guði fyrir þá staðreynd að ég er óspilaður og á lífi?

Bæn dagsins
Megi mér hlotnast kyrrð eftir ringulreið og martröð fortíðar. Megi andleg vakning verða æ ríkari í mínu lífi, eftir þvi sem ótti minn og sjálfsfyrirlitning minnkar og hverfur. Því á sama hátt og það er ekkert tómarúm í efnisheimi þá er ekkert tómarúm í hinum andlega. Megi ég fyllast af anda míns Æðri máttar.

Minnispunktur dagsins
Bjartur morgun tvístrar martröð næturinnar.

Hugleiðing dagsins
Nú þegar ég hef fundið GA samtökin, þá er ég ekki lengur fangi þeirrar fíknar að verða að stunda fjárhættuspil. Frjáls, loksins frjáls undan því að þurfa sí og æ að upphugsa margslungnar fjarvistarsannanir – með hjartað í buxxunum af ótta við að það komist upp um mig. Frjáls undan sektarkenndinni og skömminni. Frjáls undan óttanum við stefnuvotta og gluggaumslög. Frjáls undan sístækkandi skuldabyrði.

Met ég að verðleikum frelsi mitt undan spilafíkn?

Bæn dagsins
Lofaður sé guð fyrir það að ég sé frjáls undan þörfinni fyrir að stunda fjárhættuspil. Það er fyrsta skrefið í átt til frelsis, sem mun leiða til frekara frelsis – frelsis til þess að meta hegðun mína á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt, frelsi til þess að vaxa sem persóna, frelsi til þess að viðhalda eðlilegum samböndum við aðrar manneskjur. Ég mun aldrei hætta að þakka mínum Æðri mætti fyrir að hafa leitt mig frá ánauð minni.

Minnispunktur dagsins
Lof sé guði fyrir frelsi mitt.

Hugleiðing dagsins
Raunveruleg virðing, mikilvægi og einstaklingseðli næst einvörðungu með því að reiða sig á Æðri mátt, mátt sem er mikill og góður og utan við allt sem ég get ímyndað mér eða skilið. Ég mun reyna mitt ýtrasta til þess að styðjast við þennan mátt við alla ákvarðanatöku. Jafnvel þó minn mennski hugur geti ekki gert sér í hugarlund hver útkoman muni verða, þá mun ég vera þess fullviss að hver svo sem útkoman verður þá mun hún verða mér til góðs.

Þó ekki væri nema bara fyrir daginn í dag, mun ég reyna að lifa einvörðungu í deginum í dag, en ekki reyna að tækla öll vandamál lífs míns í einu?

Bæn dagsins
Megi ég ekki taka neinar ákvarðanir né stuðla að neinum breytingum á lífi mínu, án þess að styðjast við minn Æðri mátt. Megi ég trúa því að þær fyrirætlanir sem guð hefur með líf mitt séu betri en nokkur sú áætlun sem ég gæti sjálfur upphugsað.

Minnispunktur dagsins
Guð er arkitektinn, ég er sá sem reisir.

Hugleiðing dagsins
Persónulegt frelsi er mitt, ef ég bara ber mig eftir því. Það skiptir ekki máli hversu sterk tengsl mín eru við mína nánustu vini og ættingja, ég verð ætíð að hafa það hugfast að ég er einstaklingur, frjáls til þess að vera ég sjálfur og til þess að lifa lífinu æðrulaust og í gleði. Lykilorðið í þessum skilningi á tilverunni er einstaklingurinn. Því ég get losað mig undan því að eiga aðild að ýmsu því sem kann að virðast nauðsynlegt. Í gegnum GA prógramið er mér að lærast að rækta minn eigin persónuleika.

Er mér að takast að efla mitt eigið frelsi, með því að leyfa öðrum að vera frjálsir til þess að stjórna sínum gerðum og örlögum?

Bæn dagsins
Megi ég finna persónulegt frelsi mitt, með því að endurmeta sambönd mín, skilgreina upp á nýtt forgang, öðlast virðingu fyrir eigin persónuleika. Megi ég veita öðrum sama rými svo þeir geti fundið sína eigin tegund af persónulegu frelsi.

Minnispunktur dagsins
Gríptu frelsið; það er þitt.

Hugleiðing dagsins
Þrátt fyrir að skilningur okkar á tólf spora prógrami GA samtakanna aukist jafnt og þétt, þá kemur fyrir að okkur reynist erfitt að trúa því að þetta nýja líf leiði til persónulegs frelsis. Tökum sem dæmi að mér finnist ég vera heftur í óþægilegu starfi eða í erfiðu persónulegu sambandi. Hvernig er ég að bregðast við? Áður fyrr voru ósjálfráðu viðbrögðin þau að reyna að hagræða og stjórna fólki og kringumstæðum í mínu umhverfi á þann veg að það yrði mér þóknanlegt. Í dag geri ég mér aftur á móti grein fyrir því að hamingjan næst ekki með því að haga sér á þennan hátt.

Er mér að lærast að frelsi frá örvæntingu og vonbrigðum næst eingöngu ef ég breyti eigin viðhorfi og afstöðu – þeim sömu viðhorfum sem hafa hingað til viðhaldið harminum og sorginni ?

Bæn dagsins
Megi mér vera gefin skýr sýn til þess að sjá – og síðan að stöðva sjálfan mig – þegar ég stend mig að því að vera að ráðskast með líf fólksins í kringum mig, vini, vinnufélaga og fjölskyldu. Megi ég ætíð gera mér grein fyrir því að breytingin verður að hefjast innra með mér sjálfum.

Minnispunktur dagsins
Breyting innanfrá og útávið.

Hugleiðing dagsins
Á meðal hinna fjölmörgu gjafa sem okkur standa til boða í GA prógraminu er frelsi. Þó það kunni að hljóma þversagnakennt þá er frelsisgjöfin ekki án verðmiða; frelsi vinnst einvörðungu með því að greiða það gjald sem kallast sátt. Á sama hátt verðum við að greiða gjald ef við viljum gefa vilja okkar á vald guði. Það gjald er sjálfsviljinn, sem hefur verið okkur, sem ætíð töldum að við gætum og ættum að stjórna sýningunni, svo dýrmætt.

Er frelsi mitt á þessari stundu þess virði að ég sé tilbúinn að sætta mig við orðinn hlut?

Bæn dagsins
Megi guð kenna mér að sætt mig við hlutina – hæfileikann til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Guð gefi mér kjarki til þess að breyta því sem ég get breytt. Guð hjálpi mér til þess að sætta mig við sjúkdóminn sem felst í spilafíkn og gefi mér það hugrekki sem ég þarf til þess að breyta fíknihegðun minni.

Minnispunktur dagsins
Sátt við fíknina. Breyting á hegðuninni.

23.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Við megum ekki láta þá gagsnlausu lífspeki, að við séum bara lánlaus fórnarlömb arfleifðar okkar, lífsreynslu okkar og umhverfis, villa okkur sýn – að þetta sé það sem stjórni ákvörðunum okkar. Þessi lífsýn leiðir ekki til frelsis. Við verðum að trúa því að við séum fær um að velja. Sem virkir spilafíklar, þá glötuðum við hæfileikanum til þess að velja hvort við létum undan sjúkdómnum eður ei. Á endanum tókum við þó þá ákvörðun sem leiddi okkur á braut bata.

Trúi ég því að með því að “verða fús” þá sé það besti valkosturinn?

Bæn dagsins
Megi ég losa mig við þá hugmynd að ég sé fórnarlamb alheimsins, ólánsöm vera föst í vef aðstæðnanna, sem innst inni ætlast til þess að allir aðrir bæti mér það upp að hafa átt svona erfitt uppdráttar. Við eigum ætíð val. Megi guð hjáalpa mér að velja viturlega.

Minnispunktur dagsins
Guð stjórnar ekki strengjabrúðum.

22.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Við erum á vissan hátt heft vegna þess að við erum ófús til eða ófær um að leita okkur hjálpar hjá Æðri Mætti. En með tímanum förum við að biðja þess að losna undan fjötrum eigin vilja, til þess að geta farið að lifa samkvæmt vilja guðs. Ramakrishna orðaði það svo; “Sólin og tunglið endurspeglast ekki í gruggugu vatni, á sama hátt endurspeglast Almættið ekki í hjarta sem er heltekið af hugmyndinni um mig og mitt.”

Hef ég frelsað sjálfan mig úr því fangelsi sjálfs-vilja og stolts sem ég reisti sjálfum mér? Hef ég meðtekið frelsi?

Bæn dagsins
Megi orðið frelsi öðlast nýja merkingu fyrir mig, ekki bara “frelsi frá” fíkninni heldur “frelsi til” þess að yfirvinna hana. Ekki bara frelsi frá ánauð sjálfs-viljans heldur frelsi til þess að heyra og framkvæma vilja guðs.

Minnispunktur dagsins
Frelsi frá merkir frelsi til þess.