Hugleiðing dagsins
Í dag ætla ég að reyna að sætta mig við minna en ég myndi óska mér, og að vera viljugur til þess að taka því og líka að kunna að meta það. Í dag mun ég ekki vænta of mikils af neinum – sérstaklega ekki af mér sjálfum. Ég ætla að reyna að muna að gleði og ánægja hlýst af því að vera þakklátur fyrir allt hið góða sem okkur hlotnast, en ekki af því að vera bálreiður út í lífið vegna þess að það sé ekki “betra”.

Geri ég mér grein á muninum á uppgjöf og raunsærri sátt?

Bæn dagsins
Megi ég ekki setja markið það hátt að það sé óraunhæft, vænta of mikils. Megi ég horfa nægilega lengi um öxl til þess að sjá hin sjálfskipuðu óraunhæfu markmið fortíðar voru í raun gildrur fíknarinnar: of oft strandaði ég þegar leiðin var hálfnuð, standandi frammi fyrir eigin vanköntum. Slikar stundir, þegar mér mistókst “enn einu sinni”, urðu feikigóðar ástæður til þess að láta undan spilafíkninni, sem deyfði vanlíðanina af mistökunum. Megi ég forðast þetta gamla sjúklega hegðunarmynstur. Megi ég vera raunsær.

Minnispunktur dagsins
Gott er nógu gott.