Hugleiðing dagsins
Gamblers Anonymous hefur kennt mér að kjarninn í öllum mínum vexti er fúsleikinn til þess að breytast til batnaðar. Af því leiðir að ég verð að axla hverjar þær byrðar sem slík breyting felur í sér og taka því með hugrekki sem ég þarf að framkvæma.

“Ég er og veit og vil;
Ég er vitund og vilji;
Ég veit að ég er og að ég vil;
Ég vil vera og vil vita.”
– St. Augustine

Er fúsleikinn grunnþáttur í lífi mínu og því hvernig ég vinn GA prógramið?

Bæn dagsins
Ég bið um fúsleika til þess að gera það sem mér er unnt, fúsleika til þess að vera það sem mér er fært, og – það sem er stundum erfiðast – fúsleika til þess að vera það sem ég er. Ég bið, einnig, um styrk til þess að framfylgja fúsleika mínum í hverju sem ég tek mér fyrir hendur, svo ég megi vaxa á Guðs vegu og ástunda undirstöðuatriði Prógramsins í öllu sem ég er að takast á við.

Minnispunktur dagsins
“Ég er og veit og vil.”