Hugleiðing dagsins
GA prógramið sýnir okkur hvernig við getum umbreytt óskhyggju og óraunhæfum væntingum fyrri ára yfir í raunhæfar væntingar og sannrar skynjunar á tilgangi, samhliða aukinni meðvitund um kraft guðs í lífi okkar. Okkur er bent á að það sé í lagi að hefja huga okkar upp til skýjanna, bara svo fremi að við pössum okkur á því að hafa fæturnar á jörðinni. Því það er þar sem annað fólk er, það er á jörðinni sem við verðum að koma verkum okkar í framkvæmd.

Sé ég nokkuð ósamrýmanlegt á milli vitundar minnar um guð og gagnlegs lífs í núinu?

Bæn dagsins
Megi minn nýji “veruleiki” ekki einvörðungu innihalda daglegt amstur heldur einnig andlegan veruleika, aukna vitund um tilvist guðs. Megi þessi nýji veruleiki einnig hafa rými fyrir drauma mína – ekki fyrir óraunhæfar draumsýnir eða hugaróra fyrri tíma, heldur afurð heilbrigðs hugmyndaflugs. megi ég bera virðingu fyrir þessum draumum, byggja traustar undirstöður undir þá og nýta mér þá til gagnlegra verka.

Minnispunktur dagsins
Núverandi staður og stund getur verið hluti af himnaríki.