Hugleiðing dagsins
Fljótlega eftir að við komum í GA þá losuðum við okkur við allt það sem minnti okkur á fjárhættuspil. Það var eitthvað sem við urðum að gera því annars hefðum við á endanum drepist. Við losuðum okkur við aðstæðurnar, en við gátum ekki losnað við fíknina fyrr heldur en við gripum til frekari aðgerða. Við urðum því að læra að kasta sjálfsvorkun, sjálfsréttlætingu, sjálfsmiðun og eigin vilja út um gluggann. Við urðum að losa okkur við þennan varasama stiga sem átti að vera auðvelda leiðin til auðs, eigna og virðingar. Og við urðum að axla ábyrgð á persónu okkar. Við urðum að losa okkur við það sem við vorum svo vön að burðast með – knýjandi metorðagirnd og óraunhæft stolt – ef við ætluðum að öðlast næga auðmýkt og sjálfsvirðingu til þess að halda okkur á lífi.

Hef ég losað mig nægilega við þær byrðar og þá hlekki sem eitt sinn fjötruðu mig?

Bæn dagsins
Megi ég veita mínum Æðri Mætti viðurkenningu fyrir að hafa, ekki bara losað mig við spilafíknina, heldur einnig fyrir að kenna mér hvernig ég losna við hið gamla krefjandi “sjálf” úr öllum samböndum, andlegum jafnt og jarðbundnum. Ég er þakklátur fyrir allt það sem lært og aflært, fyrir trú mína og náð guðs.

Minnispunktur dagsins
Þakklæti fyrir náð guðs.