Hugleiðing dagsins
Samfara því að læra að elska sjálfan mig og um leið að elska aðra skilyrðislaust, þá hef ég öðlast skilning á orðum St. Augustine, þegar hann sagði; “Kærleikur eyðir okkur eins og við vorum, svo við megum verða það sem við vorum ekki.” Ég finn meir og meir fyrir krafti þessa kærleika í GA prógraminu; orðin “okkur stendur ekki á sama” þýða það sama í mínum huga og orðin “okkur þykir vænt um.”

Mun ég – bara í einn dag – reyna að vera kærleiksríkur í öllum orðum mÍnum og gjörðum?

Bæn dagsins
Ég bið þess að mér auðnist að finna fyrir krafti og styrk þess kærleika sem ég finn í GA. Megi minn eigin kærleikur auka þann kraft, kraft sem tilheyrir okkur öllum. Megi mér vera annt um edrúmennsku félaga minna og að þeim lærist að lifa með henni á þægilegan og sköpunarríkan hátt.

Minnispunktur dagsins
Umhyggja kemur hlutunum af stað.