Hugleiðing dagsins
“Upphaf ástar er að leyfa þeim sem við elskum að vera þau sjálf, en ekki að reyna að breyta þeim svo þau endurspegli okkur sjálf.” Svo ritaði Thomas Morton eitt sinn. “Að öðrum kosti elskum við bara okkar eigin spegilmynd.” Þar sem ég hef skipti á sjálfseyðandi fíkn minni og heilbrigðri þörf fyrir GA prógramið og sporin tólf, finn ég að múrar þagnar og haturs eru að bráðna. Með því að taka hvert öðru eins og við erum, höfum við lært að elska á ný.

Ber ég næga umhyggju fyrir öðrum í GA prógraminu til þess að halda starfinu með þeim áfram, eins lengi og þörf krefur?

Bæn dagsins
Megi ég vera nægilega óeigingjarn til þess að elska annað fólk eins og það er, ekki eins og ég vil að það sé – þannig að þau endurspegli sjálfan mig eða næri eigingirnina. Megi ég fara mér hægar í ákafa mínum til þess að elska – nú þegar ég er fær um að finna fyrir ást á ný – og spyrja sjálfan mig hvort ég elski í raun viðkomandi en ekki spegilmynd mína. Megi ég taka í burtu “sjálfið” úr ástinni.

Minnispunktur dagsins
Ást er án skilyrða..