Hugleiðing dagsins
Eftir að hafa unnið Fjórða, Fimmta, Sjötta og síðan það Sjöunda, þá eiga sum okkar það til að setjast niður og bíða þess að Æðri Máttur fjarlægi brestina.GA Prógramið er ekki ósvipað og sagan af heilögum Frans frá Assisi, þar sem hann var við vinnu í fallegum garði. Vegfarandi, sem átti leið framhjá, sagði við Frans “þú hlýtur að hafa beðið þess heitt og innilega að plönturnar myndu verða svona fallegar.” Heilagur Frans svaraði, “Já, það gerði ég. En í hvert sinn sem ég byrjaði að biðja, teygði ég mig í arfasköfuna.” Á þeirri stundu sem “bið” okkar breytist í “vinnu”, þá byrja loforð Sjöunda Sporsins að verða að veruleika.

Býst ég við að minn Æðri Máttur vinni alla vinnuna?

Bæn dagsins
Megi ég ekki falla í þá gryfju að biðja bara og bíða – eftir því að Æðri Máttur sjái um alla vinnuna. Megi ég þess í stað, þegar ég bið, teygja mig eftir þeim verkfærum sem Prógramið hefur fært mér upp í hendur. Megi ég biðja um leiðsögn varðandi hvernig ég geti sem best nýtt mér þau verkfæri.

Minnispunktur dagsins
Biðja og framkvæma.