Hugleiðing dagsins
Ég heyrði einu sinni lesið á GA fundi, ” Brennið inni í vitund hvers manns að hann getur öðlast bata, óháð öðrum. Eina skilyrðið er að hann treysti guði og hafi hreint borð.” Það er einmitt það sem sjöunda sporið merkir í mínum huga – að ég ætli að hreinsa borðið og muni þiggja alla þá hjálp sem til þarf.

Geri ég mér grein fyrir því að ef ég vinn sjöunda sporið þá er ég ekki að gefa neitt upp á bátinn, heldur er ég þvert á móti að losna við hvaðeina sem gæti raskað ró minni og komið mér til þess að spila aftur?

Bæn dagsins
Megi ég vita að ef ég skyldi gefast upp á því að vera auðmjúkur, sem er lykilatriði fyrir árangri, þá er ég aftur farinn að takast á við of mikla byrði og farinn að halda að ég geti stjórnað. Megi guð í visku sinni gera sinn vilja að mínum, sinn styrk að mínum, sína góðmennsku að minni. Þar sem hann fyllir mig þessum himnesku gjöfum, þar getur ekki verið mikið rými fyrir bresti.

Minnispunktur dagsins
Treysta guði og hreinu borði.