Hugleiðing dagsins
Nú, þegar við erum frjáls undan knýjandi þörfinni á að stunda fjárhættuspil, og erum farin að lifa einn dag í einu, þá getum við byrjað að hætta að gera óraunhæfar kröfur til þeirra sem við elskum. Við getum sýnt góðmennsku í stað þess að gera það ekki; við getum tekið okkur tíma til og átt frumkvæði að því að vera hugulsöm, tillitssöm og að sýna samúð. Jafnvel gagnvart fólki sem okkur mislíkar við, þá getum við reynt að vera kurteis, og á stundum jafnvel tekið á okkur krók til þess að reyna að skilja viðkomandi og hjálpa.

Mun ég í dag, reyna að skilja í stað þess að vera skilinn, verandi kurteis og fullur virðingar gagnvart þeim sem ég á samskipti við?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma hinum svampkennda gamla-mér, sem sogaði til sín hvern dropa af ástúð og athygli sem fjölskylda og vinir gátu gefið mér, uns þau voru þurrausin. megi ég læra að vera gefnadi í stað þess að vera stöðugt sá sem tekur. Megi ég æfa mig í að sýna áhuga, vinsemd, umhyggju og samúð uns það verður mér eðlilegt að vera næmur á annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Að gefa er partur af því að vera.