Hugleiðing dagsins
Mörg okkar kröfðust þess, á barnalegan hátt, að aðrir vernduðu okkur og verðu og önnuðust, jafnvel eftir að við urðum fullorðin. Við létum eins og heimurinn skuldaði OKKUR. Og síðan, þegar þeir sem við unnum mest fengu nóg og ýttu okkur til hliðar eða hreinlega yfirgáfu okkur, þá urðum við ráðvillt. Við áttuðum okkur ekki á því að það að vera svona háður annarri manneskju var dæmt til þess að enda illa, vegna þess að allar manneskjur eru skeikular; jafnvel sú besta mun einhvern tíma bregðast okkur, sérstaklega þegar kröfur okkar eru ósanngjarnar. Í dag setjum við aftur á móti traust okkar á guð, reiðum okkur á hann frekar en okkur sjálf eða aðra manneskju.

Er ég að reyna að gera eins og ég held að guð vilji að ég geri, treystandi á hans vilja?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir, þegar ég skoða forsögu mína, að ég er ósjálfstæður einstaklingur. Á sama hátt og ég var háður fjárhættuspilum, þá var mér hætt við að verða háður öðru fólki, treystandi á að fá meira frá þeim en þau gátu gefið. Megi ég, loksins, skipta út þessu ungæðislega ósjálfstæði fyrir þroskað og heilbrigt traust á minn æðri mátt.

Minnispunktur dagsins
Traust mitt á sér margar hliðar.