Hugleiðing dagsins
Hef ég einhvern tíma stoppað til þess að spá í hvort skyndihvötin til þess að “blása út” og segja eitthvað kaldranalegt eða jafnvel kvikindislegt, muni, ef ég læt undan henni, meiða mig mun meira en þann sem ég ætlaði að móðga? Ég verð ætíð að passa upp á að kyrra hugann svo ég hegði mér ekki á hvatvísan eða óvinsamlegan hátt, því hugur minn getur verið – í orðsins fyllstu merkingu – sá mesti óvinur sem ég hef kynnst.

Ætla ég að horfa áður en ég stekk, hugsa áður en ég tala, og reyna að forðast sjálfs-viljann eins og mér er framast unnt?

Bæn dagsins
Megi ég muna að köst mín og sprengingar, uppfull af ásökunum og móðgunum, meiða mig jafnmikið og þann sem þeim er beint að. Megi ég reyna að láta ekki skap mitt og reiði verða að kasti, með því einfaldlega að bera kennsl á reiðina og ofsann og viðurkenna tilvist þeirra.

Minnispunktur dagsins
Látum lokið vera laust.