Hugleiðing dagsins
Áður en ég kynntist GA prógraminu – í reynd, áður en ég vissi af tilvist GA – þá einkenndist líf mitt af hverri kreppunni á fætur annarri. Einstaka sinnum reyndi ég að nota viljastyrkinn til þess að komast á aðra braut, en eins og skip án stýris, þá strandaði ég undantekningarlaust á hindrunum eigin örvæntingar. Í dag nýt ég aftur á móti leiðsagnar míns Æðri Máttar. Og stundum eru skilaboðin sem ég fæ einföld; kyrrð, friður og fullvissa um að allt sé í lagi.

Mun ég reyna að vera þess fullviss að hlutirnir séu að fara á þann veg sem er til góðs fyrir alla hlutaðeigandi, þó svo að ég þurfi hugsanlega að bíða eftir niðurstöðum eða leiðsögn?

Bæn dagsins
Megi ég ekki vænta þess að komast samstundis í samband við minn Æðri Mátt. Megi ég hafa biðlund og þolinmæði til þess að hlusta og skynja að guð sé nálægur. Megi ég taka hinni nýju tilfinningu sem felst í hlýju og friðsæld, sem leið guðs til þess að fullvissa mig að nú sé ég, loksins, farinn að taka réttar ákvarðanir.

Minnispunktur dagsins
Þolinmæði: Skilaboð guðs munu berast.