Hugleiðing dagsins
Thomas Merton skrifaði í bókinni Enginn maður er eyland “Við verðum að vera sönn innra með okkur, sönn gagnvart okkur sjálfum, áður en við getum skynjað sannleikann í umhverfi okkar… Við verðum sönn innra með okkur með því að leiða sannleikann í ljós, eins og við sjáum hann.” Þar sem bati minn er að stórum hluta byggður á andlegum þroska þá er það grundvallaratriði að ég skapi stað innra með mér, þar sem sannleikur og kærleikur ríkir, stað þar sem guð getur átt fótfestu. Og eftir því sem ég stækka þennan stað þá mun guð vaxa innra með mér. Andlegt ástand mitt var í lægstu lægðum þegar ég kom í GA.

Ætla ég, í dag, að hindra áráttuhegðun mína í því að koma upp á milli mín og míns innri sannleika?

Bæn dagsins
Megi ég skynja muninn á því að finna fyrir guði innra með mér og svo þess tómleika sem ég fann þegar ég var að spila. Hjálpaðu mér að skilja að einungis með stöðugri sjálfskoðun og að horfast í augu við hver ég sé, þá muni andlegur bati minn halda áfram.

Minnispunktur dagsins
Innri sannleikur hleypir guði að.