Hugleiðing dagsins
Eftir að ég kynntist GA, þá fór ég að átta mig á hversu illa mér hefur gengið í nánum samskiptum við annað fólk. Eigingirni mín gróf mér tvær gryfjur; annað hvort vildi ég stjórna öðrum eða ég var alltof háður viðkomandi. Félagar mínir í Prógraminu hafa hafa kennt mér að ósjálfstæði mitt hafi í raun þýtt að ég gerði kröfu – kröfu um yfirráð og stjórn á fólki og aðstæðum í umhverfi mínu.

Reyni ég enn að búa til tilfinningalegt öryggi með því að stjórna öðrum eða með því að vera háður þeim?

Bæn dagsins
Megi ég snúa mér fyrst til guðs í leit að saðningu vegna þrár minnar fyrir ást, vitandi það að það eina sem guð biður um er trú. Megi ég hætta að reyna að veiða þá sem eru mér hjartfólgnir í tilfinningalegt net, með því að stjórna viðkomandi eða með því að vera óhóflega háður þeim – sem er í raun ekkert annað en önnur birtingarmynd stjórnsemi. Megi ég veita öðrum það svigrúm sem þeir þurfa til þess að vera þeir sjálfir. Megi guð sýna mér hvernig það sé að eiga í þroskuðu sambandi við annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Að hafa tiltrú á ást guðs.