Hugleiðing dagsins
Ef við íhugum vandlega hvað það er sem veldur okkur áhyggjum eða kvíða, þá sjáum við að oftar en ekki er um að ræða óheilbrigða þörf okkar á að vera háð öðrum og þær kröfur sem leiða af því. Við skulum því, með guðs hjálp, stöðugt stefna að því að losa okkur við þessa galla. Þá fyrst getum við öðlast frelsi til þess að lifa og elska. Við getum þá hugsanlega framkvæmt tólfta spors vinnu á sjálfum okkur og hjálpað okkur að líða vel tilfinningalega.

Reyni ég að bera öðrum boðskap GA prógramsins?

Bæn dagsins
Megi ég byrja á því að ná tilfinningalegum og andlegum bata áður en ég fer að takast á við alvarlegar skuldbindingar í samskiptum við annað fólk. Megi ég gera mér fulla grein fyrir merkingu þess að “vera háður” – hvort heldur það er gagnvart spilafíkninni eða annarri manneskju – og gera mér grein fyrir að það er rót óróa míns. Megi ég frekar verða háður guði, eins og ég skil hann.

Minnispunktur dagsins
Ég er guðs-háður.