Hugleiðing dagsins
Af hverju ánetjast fólk fjárhættuspilum? Dr. Robert Custer, frumkvöðull í meðhöndlun spilafíknar, hélt því fram að hvert og eitt okkar hafi fjórar grundvallarþarfir – ástúð, velþóknun, viðurkenningu og sjálfstraust. Ef þessum þörfum er ekki fullnægt þá finnst okkur við vera ófullkomin og lífið yfirþyrmandi. Að stunda fjárhættuspil getur – um stund – virst uppfylla þessar þarfir. En hver sem orsökin er, þá hefur félagsskapurinn í GA og prógramið sannað gildi sitt við að hjálpa þúsundum að yfirvinna spilafíknina.

Er ég þakklátur fyrir dómgreindina og félagsskapinn sem ég fæ í GA?

Bæn dagsins
Megi guð auka við skilning minn á sjúkdómnum – með því að hlusta á reynslusögur annarra GA félaga á fundum. Á slíkum fundum lærum við rétta merkingu þess að sigra – sigrast á fíkninni til þess að spila og öllum þeim neikvæðu áhrifum sem fjárhættuspil hafa á líf okkar. Megi guð halda áfram að sýna mér allt hið jákvæða sem fæst með því að vinna prógramið heiðarlega og af heilum hug.

Minnispunktur dagsins
Svörin felast í prógraminu.