Hugleiðing dagsins
Fullkomin auðmýkt þýðir frelsi frá sjálfum mér, frelsi frá þeim kröfum sem skapgerðargallar mínir gera til mín. Auðmýkt merkir fúsleika til þess að komast að og framkvæma vilja guðs. Þó svo að ég geri ekki ráð fyrir að öðlast slíka sýn þá hjálpar það mér að hafa það í huga. Ég geri mér grein fyrir því að vegferð mín í átt til guðs er rétt hafin. Og eftir því sem sjálfbirgingsháttur minn dvínar, þá get ég jafnvel séð spaugilegu hliðarnar í fyrri drambsemi og sjálfselsku.

Tek ég sjálfan mig of hátíðlega?

Bæn dagsins
Megi stórbokkaháttur minn, sem er einkenni fíknar minnar, vera gerður að engu með því einfaldlega að bera saman máttleysi mitt við mátt guðs. Megi ég hugleiða merkingu æðri máttar í samanburði við eigin breyskleika. Megi það verða til þess að koma sjálfsáliti mínu niður í rétt hlutfall og hjálpa mér að losna við þær varnir sem ég hafði byggt upp með sýndarmennsku, gorgeri eða duldum hugmyndum um eigin mikillæti.

Minnispunktur dagsins
Auðmýkt er frelsi.