Hugleiðing dagsins
Það var mun auðveldara fyrir mig að viðurkenna vanmátt minn gagnvart fjárhættuspili heldur en það var að viðurkenna þá hugmynd að einhverskonar Æðri Máttur gæti gert það fyrir mig sem ég var ófær um sjálfur. Bara með því að leita mér hjálpar og þiggja félagsskap annarra, sem voru í sömu sporum og ég, gerði það að verkum að spilaþráin hvarf. Og ég fór að átta mig á því að fyrst ég var farinn að gera það sem mér ómögulegt að gera upp á eigin spýtur hér áður fyrr, þá hlyti ég að vera farinn að njóta hjálpar frá utanaðkomandi Mætti sem er greinilega sterkari en ég.

Hef ég látið vilja minn og líf í hendurnar á guði?

Bæn dagsins
Megi guð þurrka út hið hrokafulla stolt sem hindrar mig í að hlusta á hann. Megi óheilbrigð þörf mín fyrir fjárhættuspil og stuðning minna nánustu breytast í traust á guði. Því einungis fyrir tilstuðlan slíks trausts og þörf fyrir Æðri Mætti mun mér takast að finna eigin umbreytingu.

Minnispunktur dagsins
Traust mitt liggur hjá guði.