Hugleiðing dagsins
Ég geri mér grein fyrir því að þegar ég leyfi sjálfum mér að velkjast um í vandamáli þá mun það bara versna. En ef ég dvel í lausninni þá munu aðstæður batna. Fjárhagserfiðleikar mínir í dag skipta mun minna máli þegar ég einbeiti mér að batanum og edrúmennsku frá fjárhættuspilum frekar en að eyða tímanum í að óska þess að ég væri laus við allar skuldir. Fyrri tálsýnir um skuldlaust ríkidæmi eru einmitt bara það; tálsýnir. Hamingja mín í dag reiðir sig á að ég sætti mig við þær skuldir sem ég hef stofnað til – og þær skynsamlegu áætlanir sem ég hef gert um endurgreiðslu þeirra.

Geri ég mér grein fyrir því að þolinmæði í þessum málum er stór þáttur í bata mínum?

Bæn dagsins
Megi ég muna að líf mitt tók yfirleitt ranga stefnu – og gerði það í mjög langan tíma. Bati minn mun fylgja svipuðum farvegi, bara í öfuga átt, með því að taka yfirleitt rétta stefnu – í mjög langan tíma.

Minnispunktur dagsins
Annmarkar mínir eru bara viðvarandi ef ég leyfi þeim að doka við.