GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

3.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Søren Kierkegaard skrifaði “Að standa á einum fæti og sanna tilveru guðs er mjög frábrugðið því að falla á hnén og færa honum þakkir.” Í dag er það fullvissa mín um Æðri Mátt, sem er að verki í mér, sem kallar fram og virkjar hæfileika minn til þess að gera lífið að gleðilegri og ánægjulegri tilveru. Ég myndi ekki öðlast slíkt með því að treysta einvörðungu á sjálfan mig og mínar takmörkuðu hugmyndir.

Færi ég guði þakkir á hverjum degi?

Bæn dagsins
Megi það aldrei hverfa mér úr minni að það er trú mín á Æðri Mátt sem leysir orkuna, sem býr innra með mér, úr læðingi. Í hvert sinn sem trú mín dofnar þá dofnar þessi orka. Ég bið þess að trú mín verði óskert, svo þessi orka – sem guð hefur fært mér og sem endurnýjast af trú minni á hana – megi ætíð vera til reiðu fyrir mig, sem uppspretta styrkleika míns.

Minnispunktur dagsins
Trú og traust endurnýjar þann kraft sem er guðs gjöf.

2.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Þegar ég var enn að spila, þá var ég þess fullviss að greind mín, ásamt viljastyrk, væri nægjanlegt til þess að hafa stjórn á hinu innra lífi mínu og tryggja mér farsæld í veröldinni. Þessi hugrakka og tilkomumikla heimspeki, þar sem ég lék guð, hljómaði vel en hún átti eftir að standast hina endanlegu þraut; hversu vel virkaði hún í raun? Ég þurfti ekki annað en að líta einu sinni í spegil til þess að fá svar við þeirri spurningu.

Er ég byrjaður að biðja guð, á hverjum degi, um styrk?

Bæn dagsins
Megi ég hætta að treysta á gömlu hjálpartækin, mína “yfirburða greind”, og hinn “mikla viljastyrk” til þess að stjórna eigin lífi. Ég trúði því að með þessa yfirburða hæfileika þá væru mér allir vegir færir. Megi ég ekki gleyma því, nú þegar sjálfs-mynd mín er að skýrast, að einungis með uppgjöf fyrir Æðri Mætti mun mér veitast sá kraftur sem ég þarfnast til þess að verða heill á ný.

Minnispunktur dagsins
Vera á varðbergi fyrir sjálfs-upphafningu.

1.maí

No comments

Hugleiðing dagsins
Það getur verið hjálplegt – fyrir þau okkar sem höfum glatað trúnni eða höfum kannski aldrei haft neina – einfaldlega að sætta okkur við, án fyrirvara og skilyrða, að til sé Æðri Máttur. Til að byrja með er ekki nauðsynlegt að hafa trú; við þurfum ekki að vera fullviss. Ef við byrjum á að sætta okkur við, þá munum við smám saman finna að það er til eitthvað jákvætt afl, sem hefur ætið verið til staðar, reiðubúið til þess að rétta okkur hjálparhönd.

Hef ég hleypt trúnni inn í líf mitt?

Bæn dagsins
Megi ég losa mig við þörfina á því að fá svör við hinum fjölmörgu “af hverju” og “hvers vegna” spurningum sem ég hef í sambandi við traust mitt á Æðri Mætti. Megi ég ekki reyna að draga fram vitsmunalegu hliðina á trúnni, því eðli hennar útilokar alla greiningu. Megi ég gera mér grein fyrir að hugarleikir voru eitt einkenna sjúkdómsins, þar sem ég – á lævísan hátt, að mér fannst – spann saman málsbætur við afsökun við réttlætingu. Megi mér lærast að sætta mig við og þá mun trúin fylgja í kjölfarið.

Minnispunktur dagsins
Á eftir sátt kemur trú og traust.

30.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Okkur er kennt að “trú án trúariðkunar er hjómið eitt.” Þetta á vel við um okkur spilafíklana. Því ef okkur tekst ekki að bæta eða auka hina andlegu hlið okkar, með vinnu og fórn fyrir aðra, þá munum við ekki þrauka þá erfiðleika og þær lægðir sem framtíiðin ber óhjákvæmilega í skauti sér. Ef við stundum ekki GA prógramið þá munum við á endanum byrja aftur að stunda fjárhættuspil; og ef við byrjum aftur að spila þá mun það að öllum líkindum leiða okkur til dauða. Þá mun trú okkar svo sannarlega verða hjómið eitt.

Trúi ég því, fyrir tilstilli trúar minnar, að ég geti – á minn einstaka hátt – verið gagnlegur þeim sem enn þjást af sjúkdómnum?

Bæn dagsins
Megi trú mín á minn Æðri Mátt og á áhrif GA samtakanna margfaldast innra með mér þegar ég kem boðskapnum áfram til þeirra sem eru að losa sig við spilafíknina. Megi ég vera þess fullviss að það að hjálpa öðrum sé ekki einvörðungu það að endurgjalda greiðann, heldur sé það eina leiðin sem ég þekki til þess að auka við andlegan þroska minn og bindindi.

Minnispunktur dagsins
Trú mín mun vaxa eftir því sem ég gef meira af henni.

29.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég finn að eftir því sem ég vex í GA prógraminu – með því að deila reynslu minni, hlusta á aðra og taka meiri og meiri þátt í starfinu – þeim mun auðveldara er fyrir mig að lifa í NÚINU. Orðaforðinn er jafnvel að breytast. Önnur hver setning er ekki lengur full af frösum eins og “hefði getað,” “hefði átt að,” “myndi hafa” eða “gæti hafa.”

Það sem gerðist er búið og gjört og það sem mun gerast mun gerast. Það eina sem skiptir raunverulegu máli er núið. Er ég að ná að öðlast raunverulega ánægju, æðruleysi og frið í prógraminu?

Bæn dagsins
Að ég muni geta safnað saman öllum dreifðum minningum úr fortíðinni og hinum mikilfenglegu áætlunum og upplásna ótta mínum við framtíðina og komið þeim í rétt hlutfall við daginn í dag. Einungis með því að lifa í NÚINU mun mér takast að halda jafnvægi, án þess að hallast aftur á bak í átt að fortíðinni eða beygja mig fram á við í átt að framtíðinni. Megi ég hætta að reyna að ná utan um fyrirferðarmikið æviskeið mitt og dragnast með það hvert sem leið mín liggur.

Minnispunktur dagsins
Gefa deginum í dag sitt rými.

28.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég hef einsett mér að veita jafnvel hversdagslegustu hlutum athygli í dag. Ef mér lærist að sjá hlutina í nýju ljósi þá mun mun ég hugsanlega sjá að ég hef margt til þess að vera þakklátur fyrir og gleðjast yfir. Þegar ég finn að neikvæðar hugsanir eru að yfirtaka hugann þá ætla ég að snúa við þeim baki – og grípa til þess hálmstrás sem felst í því að deila með öðrum í prógraminu.

Legg ég mitt af mörkum sem mikilvægur hlekkur í alheimskeðju GA?

Bæn dagsins
Ég bið þess að guð opni augu mín fyrir minnstu undrum hversdagsins, að ég geti veitt athygli og litið á sem blessun hlutum eins og því að líða bara vel, að geta hugsað skýrt. Jafnvel þegar ég tek einfalda ákvörðun eins og hvort ég eigi að eyða frítima mínum í íþróttir, fara á tónleika eða hitta GA félaga, megi ég þá minnast þess að valdið til þess að velja kemur frá guði.

Minnispunktur dagsins
Ég nýt þeirrar blessunar að hafa frelsi til þess að velja.

27.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Er ég alveg viss um að ég sé að gera allt sem í minu valdi er til þess að gera þetta nýja líf farsælt? Er ég að nota hæfileika mína og færni á farsælan hátt? Ber ég kennsl á og er þakklátur fyrir það sem ég get verið þakklátur fyrir? GA prógramið og tólf sporin hafa kennt mér að ég hef ótakmarkaðan innri styrk. Þeim mun meira sem ég nýti hann þeim mun meiri verður hann – uns hann skyggir á og strokar út þær erfiðu og sársaukafulu tilfinningar sem heltaka hug minn nú.

Er ég jafn viðkvæmur í dag og þegar ég kom first í GA?

Bæn dagsins
Megi ég virkja allan minn innri styrk á allan hugsanlega hátt. Megi ég byrja að sjá umhverfi mitt, fólk, tækifæri og undursamleg urræði allt um kring. Megi stygglyndi mitt og hörundsæri hverfa eftir því sem ég byrja að brjótast úr skel einangrunar og fer að skilja sjálfan mig betur í samhengi við umhverfi mitt. Megi ég losna undan fórnarlambshlutverkinu og byrja að sjá heiminn sem þá gnægtarkistu tækifæra sem hann er.

Minnispunktur dagsins
Innri styrk mínum eru engin takmörk sett.

26.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég varð forviða á allri glaðværðinni, þegar ég kom fyrst í GA. Í dag geri ég mér grein fyrir að gáski og léttlyndi gera gagn. Ókunnugir verða stundum hvumsa yfir því þegar við hlæjum að ömurlegri – jafnvel raunalegri – lífsreynslu. En hví skyldum við ekki hlæja? Okkur hefur verið sýnd leiðin til bata, sem og hvernig við getum hjálpað öðrum. Hvað annað gæti gefið okkur tilefni til þess að gleðjast, ef ekki þetta?

Er ég byrjaður að öðlast aftur kímnigáfu?

Bæn dagsins
Megi guð færa mér aftur skopskyn mitt. Megi ég kunna að meta heiðarlegan hlátur, sem er samhljómur fögnuðar okkar yfir bindindinu. Megi ég hlæja sem oftast, ekki þessum sjálfselsku hlátri sem hæðir breyskleika annarra, ekki háðskum hlátri sjálfsniðurlægingar, heldur heilnæmum hlátri sem byggir á yfirsýn yfir aðstæður. Megi ég aldrei líta á slíkan hlátur með virðingarlausan. Ég hef aftur á móti lært að það er ekki viðrðingarvert að taka sjálfan sig of alvarlega.

Minnispunktur dagsins
Skopskyn er merki um heilbrigði.

25.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég geri mér ekki fylliega grein fyrir hversu margt ég geti verið þakklátur fyrir. Það gerist allt of oft að ég gleymi öllu því í lífinu sem ég geti notið og kunnað að meta. Það er kannski vegna þess að ég er of upptekinn við að velta mér upp úr trega. Ég leyfi huganum að fyllast af gremju; sem eykst bara eftir því sem ég dvel við hana. Í stað þess að gefi mig guði og góðsemi hans á vald, þá leyfi ég mér að stjórnast af neikvæðum hugsunum, hugsunum sem hugur minn virðist leyta til uns ég beini þeim inn á bjartari brautir.

Reyni ég að rækta jákvætt viðhorf?

Bæn dagsins
Megi guð leiða mig frá uppsöfnuðum neikvæðum hugsunum, sem afvegaleiða mig frá batanum. Megi ég losna við grey-ég ávanann sem snérist um að rifja í sífellu upp það slæma og búast bara við hinu versta. Megi ég beina hugsunum mínum að nýjum aðstæðum, nýju umhverfi. Megi ég leyfa mér að sjá fyrir mér dýrð guðs.

Minnispunktur dagsins
Viðhalda viðhorfi þakklætis.

24.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Okkur lærist í GA prógraminu að ekkert veitir meiri ánægju og gleði heldur en vel unnið tólfta spor. Að sjá augu manneskju fyllast furðu þegar þau hverfa frá myrkinu yfir í ljósið, þegar þau sjá líf sitt fyllast tilgangi og fá merkingu, og umfram allt að sjá þau fá andlega uppvakningu þegar þau uppgötva ástsælan guð í lífi sínu. Þetta er innihald þess sem við fáum þegar við berum boðskap prógramsins áfram.

Er mér að lærast, í gegnum tólfta sporið, að þakklæti á að berast áfram, ekki aftur á bak?

Bæn dagsins
Megi tólfta spors vinna mín vera eins heilshugar. eins sannfærandi og eins uppbyggileg eins og tólfta spors vinna annarra hefur verið fyrir mig. Megi ég gera mér grein fyrir að máttur prógramsins og virkni þess felst í að “láta það ganga.” Þegar ég hjálpa öðrum að halda bindindi sitt þá er ég um leið að styrkja mitt eigið bindindi. Ég bið guð í auðmýkt um leiðsögn fyrir hvert tólfta spor.

Minnispunktur dagsins
Að láta það ganga.