Hugleiðing dagsins
Hræðsla hefur hugsanlega komið einhverjum okkar inn í GA. Í byrjun hefur hræðslan ein kannski hjálpað sumum okkar að halda okkur fjarri spilamennskunni og þeirri lævísu alveg-að-verða-heppinn tilfinningu (jafnvel þó svo að við gerðum okkur grein fyrir því að fjárhættuspil snérust ætíð gegn okkur á endanum). En það að búa stöðugt við ótta er tæplega nokkuð sem stuðlar að þægindum og hamingju – í það minnsta ekki til lengri tíma. Við verðu því að finna eitthvað í staðinn fyrir hræðsluna til þess að hjálpa okkur í gegnum fyrstu tómu stundirnar, dagana og jafnvel vikurnar. Fyrir flest okkar var svarið að gerast virk í GA prógraminu. Á örskotsstundu tókst okkur, í fyrsta skipti í langan tíma, að finnast við tilheyra frekar en að vera utanveltu.

Er ég viljugur til þess að eiga frumkvæðið?

Bæn dagsins
Megi Guð hjálpa mér að finna aðra valkosti en hræðsluna – þann varðhund fyrstu stundanna í edrúmennsku minni. Ég þakka mínum Æðri mætti að hafa beint mér á stað þar sem ég get hitt aðra sem hafa upplifað sömu fíkniáráttu og ótta. Ég er þakklátur fyrir þessa tilfinningu að finnast ég tilheyra.

Minnispunktur dagsins
Ég er “hluti af” ekki “aðskilinn frá.”