Hugleiðing dagsins
Ef ég gæti losnað við þá áráttu mína að réttlæta gjörðir mínar, þá myndi án efa margt gott gerast í mínu lífi. Er heiðarleikinn svo niðurbældur undir mörgum lögum af sektarkennd að ég næ ekki til hans og skil þar af leiðandi ekki hvað hvetur mig áfram? Það að vera heiðarlegur við sjálfan sig er alls ekki auðvelt. Það er erfitt að átta sig á hvaðan hinar ýmsu hvatir komu og það sem skiptir í raun meira máli, af hverju ég lét þær stjórna mér. Það er ekkert sem lætur okkur finnast við eins varnarlaus og berskjölduð og það að hætta að nota afsökunina sem réttlætingin er, en það er einmitt þetta varnaleysi sem mun hjálpa mér að vaxa með hjálp GA prógramsins.

Er ég farinn að átta mig betur á því að sjálfsblekking mun einungis gera vandamálin verri?

Bæn dagsins
Megi Guð fjarlægja þá þörf mína að vera sífellt að koma með afsakanir. Hjálpaðu mér að horfast í augu við þann veruleika sem kemur í ljós þegar ég er heiðarlegur gagnvart sjálfum mér. Hjálpaðu mér að sjá, eins berlega og dagur kemur efit nótt, að erfiðleikar mínir munu minnka ef ég bara treysti Guðs vilja.

Minnispunktur dagsins
Ég vil vera viljugur að fara eftir vilja Guðs.