Hugleiðing dagsins
Breytingar eru hluti af gangi lífsins. Við verðum stundum örg vegna þess að okkur finnst breytingar ganga hægt. Á öðrum stundum þá streitumst við á móti breytingum sem okkur finnst hafa verið þröngvað upp á okkur. Við verðum að muna að breytingin sjálf hvorki bindur okkur né veitir hún okkur frelsi. Það er einungis afstaða okkar og viðhorf gagnvart breytingum sem virkar hindrandi eða frelsandi á okkur. Eftir því sem við lærum betur að berast með straumi lífsins, biðjandi um leiðsögn varðandi þær breytingu sem á vegi okkar verða – og einnig um leiðsögn ef við viljum sjálf gera breytingar – þeim mun viljugri verðum við.

Er ég viljugur til þess að lát guð taka við stjórntaumunum og vísa mér veginn í þeim breytingum sem ég á að gera og hvert ég skuli stefna?

Bæn dagsins
Þegar breytingar gerast of hratt – eða ekki nægilega hratt – fyrir mig, þá bið ég þess að geta aðlagast til þess að geta notfært mér það frelsi sem GA prógramið hefur upp á að bjóða. Ég bið um leiðsögn míns æðri máttar þegar breytingar eru í sjónmáli – eða þegar þær eru fjarri og ég óska þess að þær komi. Megi ég hlusta eftir leiðsögn frá mínum æðri mætti.

Minnispunktur dagsins
Guð er hluti af breytingum.