GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

Hugleiðing dagsins
Persónulegt frelsi er mitt, ef ég bara ber mig eftir því. Það skiptir ekki máli hversu sterk tengsl mín eru við mína nánustu vini og ættingja, ég verð ætíð að hafa það hugfast að ég er einstaklingur, frjáls til þess að vera ég sjálfur og til þess að lifa lífinu æðrulaust og í gleði. Lykilorðið í þessum skilningi á tilverunni er einstaklingurinn. Því ég get losað mig undan því að eiga aðild að ýmsu því sem kann að virðast nauðsynlegt. Í gegnum GA prógramið er mér að lærast að rækta minn eigin persónuleika.

Er mér að takast að efla mitt eigið frelsi, með því að leyfa öðrum að vera frjálsir til þess að stjórna sínum gerðum og örlögum?

Bæn dagsins
Megi ég finna persónulegt frelsi mitt, með því að endurmeta sambönd mín, skilgreina upp á nýtt forgang, öðlast virðingu fyrir eigin persónuleika. Megi ég veita öðrum sama rými svo þeir geti fundið sína eigin tegund af persónulegu frelsi.

Minnispunktur dagsins
Gríptu frelsið; það er þitt.

Hugleiðing dagsins
Þrátt fyrir að skilningur okkar á tólf spora prógrami GA samtakanna aukist jafnt og þétt, þá kemur fyrir að okkur reynist erfitt að trúa því að þetta nýja líf leiði til persónulegs frelsis. Tökum sem dæmi að mér finnist ég vera heftur í óþægilegu starfi eða í erfiðu persónulegu sambandi. Hvernig er ég að bregðast við? Áður fyrr voru ósjálfráðu viðbrögðin þau að reyna að hagræða og stjórna fólki og kringumstæðum í mínu umhverfi á þann veg að það yrði mér þóknanlegt. Í dag geri ég mér aftur á móti grein fyrir því að hamingjan næst ekki með því að haga sér á þennan hátt.

Er mér að lærast að frelsi frá örvæntingu og vonbrigðum næst eingöngu ef ég breyti eigin viðhorfi og afstöðu – þeim sömu viðhorfum sem hafa hingað til viðhaldið harminum og sorginni ?

Bæn dagsins
Megi mér vera gefin skýr sýn til þess að sjá – og síðan að stöðva sjálfan mig – þegar ég stend mig að því að vera að ráðskast með líf fólksins í kringum mig, vini, vinnufélaga og fjölskyldu. Megi ég ætíð gera mér grein fyrir því að breytingin verður að hefjast innra með mér sjálfum.

Minnispunktur dagsins
Breyting innanfrá og útávið.

Hugleiðing dagsins
Á meðal hinna fjölmörgu gjafa sem okkur standa til boða í GA prógraminu er frelsi. Þó það kunni að hljóma þversagnakennt þá er frelsisgjöfin ekki án verðmiða; frelsi vinnst einvörðungu með því að greiða það gjald sem kallast sátt. Á sama hátt verðum við að greiða gjald ef við viljum gefa vilja okkar á vald guði. Það gjald er sjálfsviljinn, sem hefur verið okkur, sem ætíð töldum að við gætum og ættum að stjórna sýningunni, svo dýrmætt.

Er frelsi mitt á þessari stundu þess virði að ég sé tilbúinn að sætta mig við orðinn hlut?

Bæn dagsins
Megi guð kenna mér að sætt mig við hlutina – hæfileikann til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt. Guð gefi mér kjarki til þess að breyta því sem ég get breytt. Guð hjálpi mér til þess að sætta mig við sjúkdóminn sem felst í spilafíkn og gefi mér það hugrekki sem ég þarf til þess að breyta fíknihegðun minni.

Minnispunktur dagsins
Sátt við fíknina. Breyting á hegðuninni.

23.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Við megum ekki láta þá gagsnlausu lífspeki, að við séum bara lánlaus fórnarlömb arfleifðar okkar, lífsreynslu okkar og umhverfis, villa okkur sýn – að þetta sé það sem stjórni ákvörðunum okkar. Þessi lífsýn leiðir ekki til frelsis. Við verðum að trúa því að við séum fær um að velja. Sem virkir spilafíklar, þá glötuðum við hæfileikanum til þess að velja hvort við létum undan sjúkdómnum eður ei. Á endanum tókum við þó þá ákvörðun sem leiddi okkur á braut bata.

Trúi ég því að með því að “verða fús” þá sé það besti valkosturinn?

Bæn dagsins
Megi ég losa mig við þá hugmynd að ég sé fórnarlamb alheimsins, ólánsöm vera föst í vef aðstæðnanna, sem innst inni ætlast til þess að allir aðrir bæti mér það upp að hafa átt svona erfitt uppdráttar. Við eigum ætíð val. Megi guð hjáalpa mér að velja viturlega.

Minnispunktur dagsins
Guð stjórnar ekki strengjabrúðum.

22.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Við erum á vissan hátt heft vegna þess að við erum ófús til eða ófær um að leita okkur hjálpar hjá Æðri Mætti. En með tímanum förum við að biðja þess að losna undan fjötrum eigin vilja, til þess að geta farið að lifa samkvæmt vilja guðs. Ramakrishna orðaði það svo; “Sólin og tunglið endurspeglast ekki í gruggugu vatni, á sama hátt endurspeglast Almættið ekki í hjarta sem er heltekið af hugmyndinni um mig og mitt.”

Hef ég frelsað sjálfan mig úr því fangelsi sjálfs-vilja og stolts sem ég reisti sjálfum mér? Hef ég meðtekið frelsi?

Bæn dagsins
Megi orðið frelsi öðlast nýja merkingu fyrir mig, ekki bara “frelsi frá” fíkninni heldur “frelsi til” þess að yfirvinna hana. Ekki bara frelsi frá ánauð sjálfs-viljans heldur frelsi til þess að heyra og framkvæma vilja guðs.

Minnispunktur dagsins
Frelsi frá merkir frelsi til þess.

21.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Sérhver manneskja er hluti af hinu dýrðlega hagkerfi. Við erum öll börn Guðs og það er ólíklegt að Hann taki eitthvert eitt okkar fram yfir annað. Við ættum því að þiggja sérhverja jákvæða Guðs gjöf af auðmýkt. Það er okkur nauðsynlegt að hafa ætíð í huga að neikvæðu viðhorfin, sem einkenndu okkur, voru forsenda þess að við gátum yfir höfuð þegið þá gjöf sem fólst í umbreytingunni yfir í jákvæð viðhorf.

Er ég sátt/ur við þá staðreynd að fíkn mín og sá botn sem ég komst á, eru sú trausta undirstaða sem andlegt heilbrigði mitt stendur á?

Bæn dagsins
Megi ég vita að frá og með þeirri stundu sem ég í fyrsta sinn viðurkenndi vanmátt minn, öðlaðist ég Guðlegan mátt. Hvert skref sem ég hef tekið frá þeirri uppgjafarstund, hefur verið skref í rétta átt. Þó svo að fyrstu skrefin séu oft knúin fram af örvæntingu, þá verð ég að gera mér grein fyrir því að til þess að öðlast nýja von þá verð ég fyrst að komast á þann stað að öll von virðist úti. Þrotinn af eigin vilja áður en ég get fundið fyrir ferskleika Guðsvilja.

Minnispunktur dagsins
Styrkur fylgir uppgjöf.

20.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég geri mér grein fyrir því að þegar ég leyfi sjálfum mér að velkjast um í vandamáli þá mun það bara versna. En ef ég dvel í lausninni þá munu aðstæður batna. Fjárhagserfiðleikar mínir í dag skipta mun minna máli þegar ég einbeiti mér að batanum og edrúmennsku frá fjárhættuspilum frekar en að eyða tímanum í að óska þess að ég væri laus við allar skuldir. Fyrri tálsýnir um skuldlaust ríkidæmi eru einmitt bara það; tálsýnir. Hamingja mín í dag reiðir sig á að ég sætti mig við þær skuldir sem ég hef stofnað til – og þær skynsamlegu áætlanir sem ég hef gert um endurgreiðslu þeirra.

Geri ég mér grein fyrir því að þolinmæði í þessum málum er stór þáttur í bata mínum?

Bæn dagsins
Megi ég muna að líf mitt tók yfirleitt ranga stefnu – og gerði það í mjög langan tíma. Bati minn mun fylgja svipuðum farvegi, bara í öfuga átt, með því að taka yfirleitt rétta stefnu – í mjög langan tíma.

Minnispunktur dagsins
Annmarkar mínir eru bara viðvarandi ef ég leyfi þeim að doka við.

19.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Það var mun auðveldara fyrir mig að viðurkenna vanmátt minn gagnvart fjárhættuspili heldur en það var að viðurkenna þá hugmynd að einhverskonar Æðri Máttur gæti gert það fyrir mig sem ég var ófær um sjálfur. Bara með því að leita mér hjálpar og þiggja félagsskap annarra, sem voru í sömu sporum og ég, gerði það að verkum að spilaþráin hvarf. Og ég fór að átta mig á því að fyrst ég var farinn að gera það sem mér ómögulegt að gera upp á eigin spýtur hér áður fyrr, þá hlyti ég að vera farinn að njóta hjálpar frá utanaðkomandi Mætti sem er greinilega sterkari en ég.

Hef ég látið vilja minn og líf í hendurnar á guði?

Bæn dagsins
Megi guð þurrka út hið hrokafulla stolt sem hindrar mig í að hlusta á hann. Megi óheilbrigð þörf mín fyrir fjárhættuspil og stuðning minna nánustu breytast í traust á guði. Því einungis fyrir tilstuðlan slíks trausts og þörf fyrir Æðri Mætti mun mér takast að finna eigin umbreytingu.

Minnispunktur dagsins
Traust mitt liggur hjá guði.

18.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Ef við erum staðráðin í því að hætta að stunda fjárhættuspil, þá megum við ekki gera það með einhverjum fyrirvörum, né heldur einhverri dulinni hugmynd um að þessi þráhyggja – sem spilafíkn er – muni einn góðan veðurdag læknast af sjálfu sér. Endurreisn okkar á sér rætur í hinum stórkostlegu þversögnum Tólf Sporanna; styrkur kemur frá algjörri uppgjöf og glötun fyrra lífs er grundvöllur þess að finna nýtt.

Hef ég sannfærst um að að vald spretti af valdleysi? Er ég fullviss um að með því að hætta að stjórna lífi mínu og vilja þá muni ég öðlast frelsi ?

Bæn dagsins
Megi ég kynnast styrk í gegnum vanmátt, sigur í gegnum ósigur, upprisu í gegnum niðurbrot. Megi mér lærast að kveða niður dulið stolt um að ég “geti gert þetta upp á eigin spýtur.” Lát almáttugan vilja guðs drekka í sig og stjórna vilja mínum.

Minnispunktur dagsins
Sleppa tökunum og treysta guði.

17.janúar

No comments

Hugleiðing dagsins
Mér hefur ítrekað verið sagt að ég verði að vinna stöðugt í því að losna við  gömlu hugmyndirnar mínar. Stundum hef ég hugsað með mér;”Það er auðvelt fyrir þig að segja svona.” Alla mína æfi hef ég verið eins og vélmenni; ákveðin áreiti kölluðu á fyrirrfram gefin viðbrögð. Hugur minn á það enn til að bregðast við eins og vélmenni, en mér er að lærast að eyða út gömlu “forritunum” og hreinlega endurforrita sjálfan mig.

Er ég algjörlega fús til þess að losa mig við mínar gömlu hugmyndir? Er ég óttalaus og nákvæmur á hverjum degi.?

Bæn dagsins
Hálpa mér að fara yfir, á hverjum degi, hinar nýju og heilbrigðu hugsanir sem ég hef tamið mér og að losa mig við þær gömlu án eftirsjár og söknuðar. Því ég hef vaxið frá þessum gömlu hugmyndum, sem eru jafn slitnar og lúnar og gamalt skópar. Nú, þegar ég sé þær í réttu ljósi, þá sé ég að þær eru götóttar og hriplekar.

Minnispunktur dagsins
Prógramið forritar okkur upp á nýtt.