Hugleiðing dagsins
Ég er smám saman farinn að verða fær um að sætta mig við galla annarra, sem og kosti þeirra. GA prógramið kennir mér að “elska ætíð það besta í fari annarra – og aldrei að óttast þeirra verstu hliðar.” Að breyta viðhorfi mínu á þennan hátt er virkilega erfitt, en ég er byrjaður að átta mig á að allar manneskjur – þar með talið ég – hafa einhverja tilfinningalega galla og hafa oft á tíðum rangt fyrir sér.

Er ég að ná því að öðlast umburðarlyndi? Er ég að byrja að átta mig á því hvað sannur kærleikur merkir?

Bæn dagsins
Megi Guð veita mér umburðarlyndi og fordómaleysi gagnvart annmörkum eða göllum eða ónærgætni annarra, svo ég geti látið mér þykja vænt um kosti þeirra. Megi Guð veita mér tilsögn varðandi merkingu kærleikans – kærleika sem felur einnig í sér þolinmæði. Megi ég ekki verða blindur á galla þeirra sem ég elska, heldur verða fær um að skilja þá.

Minnispunktur dagsins
Kælrleikur er skilningur.