Hugleiðing dagsins
Að læra að lifa í friðsemd og félagsskap er hrífandi og oft á tíðum hjartnæm reynsla. En við sem erum GA félagar höfum öll áttað okkur á því að við náum engum árangri og upplifum ekki þessa reynslu ef við gerum ekki upp fortíðina. Og það uppgjör verður að vera nákvæmt og óvægið.

Hef ég gert lista yfir þær manneskjur sem ég hef skaðað, eins og mælt er fyrir um í áttunda sporinu, og er ég tilbúinn til þess að bæta fyrir brot mín?

Bæn dagsins
Megi guð gefa mér þann heiðarleika sem til þarf til þess að sjá og horfast í augu við afleiðingar sjúklegrar hegðunar minnar, á meðan ég spilaði, og þær afleiðingar sem þessi hegðun hafði á fólkið í kringum mig. Megi mér skiljast að spilafíkn er ekki – eins og ég taldi – sjúkdómur einfarans. Því hversu mjög sem mér fannst ég vera einmanna, þá höfðu lygar mínar og uppspuni áhrif á þá sem ég umgekkst.

Minnispunktur dagsins
Lygar eiga það til að dragast út í hið óendanlega.