Hugleiðing dagsins
Eitt af því mikilvægasta sem ég sækist eftir og fæ í GA er að öðlast á ný getuna til þess að aðlaga mig að hlutum eins og þeir eru og að geta elskað án þess að reyna að hafa áhrif á eða stjórna einhverjum öðrum. Þetta ferli getur verið sársaukafullt; en umbunin er lífið sjálft – til fulls og í æðruleysi.

Er prógramið að hjálpa mér að öðlast hæfileikann til þess að hugsa á heilbrigðan og skynsamlegan hátt á ný, svo ég geti höndlað mannleg samskipti með ást og skilningi ?

Bæn dagsins
Megi ég bera næga virðingu fyrir þeim sem ég elska til þess að gefa þeim frelsi – hætta að stjórna, hagræða, hafa áhrif á og redda úr vandræðum. Megi ég elska nóg til þess að leyfa þeim að gera sín eigin mistök og bera ábyrgð á þeim. Megi ég læra að sleppa.

Minnispunktur dagsins
Að elska er að sleppa.