Hugleiðing dagsins
Sátt er lykilatriði. Oft kom það fyrir að ég var ekki sáttur við sjálfan mig og var því ófær um að vera sáttur við aðra. Áður en ég kom í GA samtökin þá forðaðist ég sannleikann því hann skelfdi mig. En í dag þá get ég, með hjálp bræðra minna og systra í GA, horfst í augu við sannleikann. Og í dag þá finn ég í raun styrkingu í sannleikanum. Ég geri mitt besta til þess að stefna í rétta átt – og það er nægilegt fyrir mig.

Sætti ég mig við það hvernig ég var orðinn og hvað ég stefni á að verða?

Bæn dagsins
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt – fortíðinni með sínum hörmungum og eirðarleysi og þeim byrðum sem eftir eru frá spiladögum mínum. Megi sátt mín við hið liðna vera grunnurinn sem nýtt líf byggir á – líf sem ég ekki einvörðungu sætti mig við heldur fagna.

Minnispunktur dagsins
Sáttin er lykilatriði í batanum.