GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in November, 2024

Hugleiðing dagsins
Ef þú ert neikvæður og ert ekki tilbúinn til þess að breytast þá eru hér nokkrar leiðbeiningar, sem geta haldið þér vesælum eins lengi og þig lystir. Í fyrsta lagi, ekki mæta á GA fundi. Og ef þú skyldir óvart mæta, þá skaltu passa vel upp á að segja ekki neitt og alls ekki vera með opinn huga. Ekki reyna að leysa vandamál þin, aldrei hlægja að sjálfum þér, og ekki treysta öðrum GA félögum. Og umfram allt og undir engum kringumstæðum skaltu reyna að lifa í núinu – haltu frekar áfram að fóðra óraunhæfa draumóra um framtíðina.

Geri ég mér grein fyrir því að neikvæð hugsun þýðir að ég tek sjálfan mig hátíðlega á öllum stundum og hef engan tíma fyrir gleði né heldur til þess að lifa lífinu?

Bæn dagsins
Ef ég finn að ég er neikvæður, megi ég þá spegla mig í þeim spegli sem GA er og athuga hvort ég sjái ummerki um lokaðan hug; samanherptan munn, þvingað bros, strekkta kjálka, starandi augnarráð – og ekki vott af skopskyni. Guð, veit mér getuna til þess að hlægja að sjálfum mér – oft – því ég þarfnast hláturs til þess að takast á við gauragang daglegs lífs.

Minnispunktur dagsins
Að hlægja að sjálfum mér.

Hugleiðing dagsins
Þrátt fyrir það sem margir halda þá er slagorðið “Lát Fara og Lát Guð” ekki merki um sinnuleysi eða uppgjöf né heldur viljaleysi til þess að takast á hendur ábyrgð. Þau sem snúa baki við vandamálum sínum eru ekki að fara eftir slagorðinu. Þau eru miklu frekar að snúa baki við þeirri skuldbindingu að fara eftir leiðsögn og innblæstri guðs. Þau biðja hvorki um hjálp né vænta hennar; þau vilja að guð sjái um alla vinnuna.

Þegar ég leita leiðsagnar guðs, geri ég mér grein fyrir því að endanleg ábyrgð er mín?

Bæn dagsins
Megi ég ekki leyfa sjálfum mér að vera latur, einfaldlega vegna þess að ég býst við því að guð muni sjá um allt fyrir mig. Slíkt kæruleysi minnir mig á mig sjálfan, eins og ég var, þann sem kvartaði yfir öllum sköpuðum hlutum, að heimur versnandi færi og að það væri ekkert sem ég gæti gert til þess að laga það. Ég má heldur ekki nota “lát guð” sem afsökun fyrir því að horfast ekki í augu við vandmál mín og reyna ekki einu sinni að takast á við þau. Megi guð vera minn innblástur; megi ég vera verkfæri guðs.

Minnispunktur dagsins
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir.

Hugleiðing dagsins
Trú okkar á mátt guðs – sem við upplifum að verki í okkur og lífi okkar – losar okkur ekki undan ábyrgð. Þvert á móti. Trú okkar styrkir okkur og eykur sjálfsöryggi okkar og vissu og gerir okkur kleift að vera einbeitt og skynsöm. Við erum ekki lengur hrædd við að taka ákvarðanir; við erum ekki hrædd við að stíga þau skref sem til þarf til þess að takast á við aðstæður.

Trúi ég því að guð sé að verki og að trú mín og traust á honum muni leiða til niðrstöðu sem fer langt fram úr mínum væntingum?

Bæn dagsins
Megi traust mitt á mínum Æðri Mætti aldrei bresta. Megi trú mín á þann mátt halda áfram að auka mér bjartsýni, sjálfsöryggi mitt og trú mína á eigin ákvarðanir. Megi ég aldrei loka augum mínum fyrir það undur sem felst í guðs verkum né efast um visku hans.

Minnispunktur dagsins
Von okkar á fyrri tímum, stoð okkar á komandi tímum.

Hugleiðing dagsins
GA prógramið sýnir okkur hvernig við getum umbreytt óskhyggju og óraunhæfum væntingum fyrri ára yfir í raunhæfar væntingar og sannrar skynjunar á tilgangi, samhliða aukinni meðvitund um kraft guðs í lífi okkar. Okkur er bent á að það sé í lagi að hefja huga okkar upp til skýjanna, bara svo fremi að við pössum okkur á því að hafa fæturnar á jörðinni. Því það er þar sem annað fólk er, það er á jörðinni sem við verðum að koma verkum okkar í framkvæmd.

Sé ég nokkuð ósamrýmanlegt á milli vitundar minnar um guð og gagnlegs lífs í núinu?

Bæn dagsins
Megi minn nýji “veruleiki” ekki einvörðungu innihalda daglegt amstur heldur einnig andlegan veruleika, aukna vitund um tilvist guðs. Megi þessi nýji veruleiki einnig hafa rými fyrir drauma mína – ekki fyrir óraunhæfar draumsýnir eða hugaróra fyrri tíma, heldur afurð heilbrigðs hugmyndaflugs. megi ég bera virðingu fyrir þessum draumum, byggja traustar undirstöður undir þá og nýta mér þá til gagnlegra verka.

Minnispunktur dagsins
Núverandi staður og stund getur verið hluti af himnaríki.

Hugleiðing dagsins
Fljótlega eftir að við komum í GA þá losuðum við okkur við allt það sem minnti okkur á fjárhættuspil. Það var eitthvað sem við urðum að gera því annars hefðum við á endanum drepist. Við losuðum okkur við aðstæðurnar, en við gátum ekki losnað við fíknina fyrr heldur en við gripum til frekari aðgerða. Við urðum því að læra að kasta sjálfsvorkun, sjálfsréttlætingu, sjálfsmiðun og eigin vilja út um gluggann. Við urðum að losa okkur við þennan varasama stiga sem átti að vera auðvelda leiðin til auðs, eigna og virðingar. Og við urðum að axla ábyrgð á persónu okkar. Við urðum að losa okkur við það sem við vorum svo vön að burðast með – knýjandi metorðagirnd og óraunhæft stolt – ef við ætluðum að öðlast næga auðmýkt og sjálfsvirðingu til þess að halda okkur á lífi.

Hef ég losað mig nægilega við þær byrðar og þá hlekki sem eitt sinn fjötruðu mig?

Bæn dagsins
Megi ég veita mínum Æðri Mætti viðurkenningu fyrir að hafa, ekki bara losað mig við spilafíknina, heldur einnig fyrir að kenna mér hvernig ég losna við hið gamla krefjandi “sjálf” úr öllum samböndum, andlegum jafnt og jarðbundnum. Ég er þakklátur fyrir allt það sem lært og aflært, fyrir trú mína og náð guðs.

Minnispunktur dagsins
Þakklæti fyrir náð guðs.

Hugleiðing dagsins
“Það sem þú átt getur virst lítilsvert; þú girnist svo miklu meira. Sjáið lítil börn reyna að ná sælgæti úr sælgætiskrukku. Ef þau fylla lófann þá ná þau ekki hendinni úr krukkuni og bresta í grát. En sleppi þau nokkrum molum þá losnar hendin. Það sama á við um þig, ekki láta óskir þínar og þrár draga þig í ógöngur” ritaði gríski heimspekingurinn Epictetus. Lát mig ekki vænta of mikils af neinum, sérstaklega ekki af sjálfum mér. Megi ég læra að sætta mig við minna heldur en ég óska mér að væri mögulegt og megi ég vera viljug/ur til þess að taka því og kunna að meta.

Er ég þakklátur fyrir allt sem áunnist hefur í mínu lífi fyrir tilstuðlan GA prógramsins?

Bæn dagsins
Megi ég grannskoða sjálfan mig í leit að þessum littlu þrám og löngunum sem hindra mig í að meta allt það sem ég hef. Ef ég bara gæti þjálfað sjálfa/n mig í að draga úr þessum uppblásnu væntingum og löngunum, ekki að búast ætíð við svo miklu, þá mun ég verða sterkari fyrir þegar slíkar væntingar og þrár bresta. Megi ég taka því með reisn sem Guðs náð hefur veitt mér.

Minnispunktur dagsins
Einungis ég get veitt mér “frelsi frá löngunum.”

Hugleiðing dagsins
Upprunalegi tilgangur okkar með þátttöku í starfi GA samtakanna var að takast á við eitt ákveðið vandamál, en við áttuðum okkur fljótt á því að við myndum ekki eingöngu finna frelsi frá fíkninni heldur einnig frelsi til þess að lifa lífinu lifandi – laus við ótta og vonbrigði. Okkur lærðist að lausnirnar kæmu innan frá. Ég get, með hjálp Æðri máttar, auðgað líf mitt, aukið þægindi þess, gert það ánægjulegra og fyllt það æðruleysi.

Er ég breytast úr því að vera minn versti óvinur yfir í minn besta vin?

Bæn dagsins
Megi ég lofa minn Æðri mátt fyrir frelsi mitt – frá spilafíkninni, frá andlegu gjaldþroti, frá einmannaleika, frá ótta, frá sveiflunum á milli stolts og niðurlægingar, frá örvæntingu, frá ranghugmyndum, frá yfirborðsmennsku, frá hyldýpinu.
Ég er þakklát/ur fyrir það líf sem hefur fært mér þetta frelsi og hefur fyllt tómarúmið með góðmennsku og hugarró.

Minnispunktur dagsins
Að vera þakklát/ur fyrir allt það frelsi sem mér hefur áskotnast.


Hugleiðing dagsins

Áður en ég kynntist GA þá hagaði ég mér eins og leikari, sem heimtaði að fá að skrifa handritið, leikstýra, framleiða og í raun stjórna allri leiksýningunni. Ég varð að gera hlutina á minn hátt, stöðugt að breyta og lagfæra ljósin, sviðsmyndina, handritið og það sem mestu máli skipti frammistöðu hinna leikaranna. Leiksýniningin yrði stórkostleg, bara ef umgjörðin héldist í lagi og fólkið hagaði sér eins og ég vildi að það gerði. Sjálfsblekking mín fékk mig til þess að trúa því að bara ef þau myndu bæta sig og gera eins og ég vildi, þá yrði allt í lagi. Auðvitað fór það aldrei svo.

Er ekki merkilegt að nú, þegar ég er hættur að reyna að stjórna öllu og öllum, að þá virðast hlutirnir ganga upp?

Bæn dagsins
Megi ég fá sjálfan mig ofan af gamla vananum að þurfa að stjórna öllu í kringum mig. Ég reyndi að stjórna beint og ef það gekk ekki þá gerði ég það með því að stjórna óbreint, með hagræðingu, launung og lygum. Megi ég gera mér grein fyrir að ef ég er sá sem stjórnar öðrum eins og leikbrúðum, þá er ég sá sem finn fyrir vonbrigðunum þegar leikbrúðunum verður á.

Minnispunktur dagsins
Ég get bara “lappað upp á” sjálfan mig.

Hugleiðing dagsins
de Tocqueville (franskur heimspekingur) skrifaði; “Okkur gengur vel í hverju því sem dregur fram það jákvæða í okkur,” “en við erum framúrskarandi á þeim sviðum sem nýta líka galla okkar.” Í GA lærum við að gallar okkar eru mikilvægir – að svo miklu leyti sem við notum þá sem upphafspunkt breytinga og þar með farveg til betri hluta. Sem dæmi þá er hægt að nefna að ótti getur leitt til gætni sem og til þess að fara að bera virðingu fyrir öðrum. Að takast á við ótta getur líka hjálpað okkur að takast á við reiði og breyta henni í skilning. Á sama hátt getur stolt verið leið að auðmýkt.

Er ég meðvitaður um það í hvaða átt ég stefni? Er mér umhugað um stefnuna?

Bæn dagsins
Ég bið þess að minn Æðri Máttur muni sýna mér hvernig ég geti notað galla mína á jákvæðan hátt, vegna þess að ekkert – ekki einu sinni ótti eða sjálfselska eða græðgi – er með öllu illt. Megi ég treysta því að allir eiginleikar mínir, sem koma mér í vandræði, eiga sér gagnstæða hlið, sem getur komið mér úr þeim sömu vandræðum. Stoltið. svo dæmi sé tekið, getur ekki bólgnað óhóflega út án þess að bresta, og sýna þar með fram á að það var í raun ekkert á bakvið það. Megi ég læra af eigin veikleikum.

Minnispunktur dagsins
Góðar fréttir á grundvelli slæmra.

Hugleiðing dagsins
Skáld nokkur sagði eitt sinn; Maðurinn kynnist sjálfum sér með hjálp mótlætis. Þetta á við um mig og jafnvel líka þegar um ímyndað mótlæti er að ræða. Ef ég, til dæmis, ímynda mér að önnur manneskja muni bregðast við á ákveðinn hátt í tilteknum aðstæðum – og viðkomandi bregst svo við á annan hátt – þá á ég tæplegast rétt á því að verða vonsvikinn eða reiður. Þrátt fyrir það þá finn ég einstaka sinnum fyrir vonbrigðum þegar fólk bregst ekki við eins og ég held að það ætti að gera. Svona ímyndað – eða réttara sagt sjálfskapað – mótlæti sýnir mér hinn gamla mig, þann sem vildi stjórna allt og öllu í kringum sig.

Er ekki kominn tími fyrir mig að hætta að búast við og fara að sætta mig við.

Bæn dagsins
Megi ég hætta að setja orð í munn fólks, forrita – í eigin huga – þau til þess að bregðast við eins og ég reikna með að þau eigi að gera. Slíkar væntingar brugðust mér áður; ég vænti óskilyrtrar ástar og verndar frá mínum nánustu, fullkomnunar frá sjálfum mér, fullrar athygli frá kunningjum. Og á neikvæðum nótum þá bjóst ég við að mér myndi mistakast og höfnun frá öðrum. Megi ég hætta að fá að láni vandræði – eða sigra – frá framtíðinni.

Minnispunktur dagsins
Sátt. Ekki væntingar.