GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

16.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Eitt máltæki segir; “hugurinn getur vegið raunveruleikann.” Þegar ég horfi tilbaka til geðveikinnar sem ríkti þegar ég var að spila, þá átta ég mig á merkingu þessa máltækis. Ein af mikilvægu aukaverkunum prógramsins er aukin skynjun á heiminum í kringum mig, sem gerir mér kleyft að sjá og njóta raunveruleikans. Þetta hjálpar mér við að forðast að gera of mikið úr þeim vandamálum sem ég tekst á við, nokkuð sem mér hætti til að gera og valda sjálfum mér þar með hugarangri.

Er ég að öðlast þá skynjun á raunveruleikann, sem er grundvallaratriði til þess að öðlast hugarró?

Bæn dagsins
Megi ég endurlífgast við að upplífa á ný raunveruleikann og fyllast eftirvæntingu við að skynja þær dásemdir og þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég er farinn að sjá hluti og andlit taka á sig mynd og liti verða sterkari, eftir því sem ég losna undan því kæruleysis hugarfari sem einkenndi mig. Megi ég njóta þessarar nýfundnu birtu.

Minnispunktur dagsins
Skynjum raunveruleikann.

15.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Þeir eru fáir virku spilafíklarnir sem eru sér meðvitaðir um hversu órökrænir þeir eru, eða sem gera sér grein fyrir því og geta horfst í augu við það. Í einni orðabók er andlegt heilbrigði skilgreint sem “heilsteyptur hugur.” Enginn virkur spilafíkill, sem greinir eyðileggjandi hegðan sína á rökrænana hátt, getur með sanni sagst hafa heilsteyptan hug.

Er ég farinn að trúa því, eins og annað sporið mælir með, að máttur, sem er mér æðri, geti komið mér til að hugsa og lifa eðlilega á ný?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir að hegðun mín sem virks spilafíkils var hæglega hægt að lýsa sem “afbrigðilegri” og “vitskertri.” Það er nánast útilokað fyrir virkan spilafíkil að viðurkenna að hegðun hans sé “vitskert.” Ég bið að mér megi halda áfram að hrylla við vitskertri og andlausri hegðun minni þegar ég var virkur. Megi aðrir eins og ég gera sér grein fyrir fíkn sinni og finna hjálp í GA og öðlast trú á að æðri máttur geti komið þeim til þess að hugsa og lifa eðliega á ný.

Minnispunktur dagsins
Hann lagfærði anda minn.

14.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Hver sá sem hefur gerst félagi í GA og ætlar sér að stunda fundi, hefur í raun – kannski án þess að gera sér grein fyrir því – byrjað á þriðja sporinu. Er það ekki svo að í öllu er lítur að fjárhættuspilum hafi viðkomandi ákveðið að láta vilja sinn og líf lúta handleiðslu GA prógramsins? Vilji til þess að gefa eftir eigin vilja og hugmyndir varðandi fíknina – og þiggja handleiðslu prógramsins. Ef þetta er ekki að láta vilja sinn og líf í hendur nýfundinnar forsjár – hvað er það þá?

Hef ég upplífað andlega vakningu eftir að hafa unnið sporin?

Bæn dagsins
Megi ég öðlast líf sem inniheldur guð. Ég þakka guði fyrir þá andlegu vakningu sem é hef öðlast, eftir að ég fól honum líf mitt. Megi orðin “andleg vakning” verða öðrum vísbending um það að það er gnótt af andlegum kröftum innra með hverjum og einum, sem bíða þess eins að verða uppgötvaðir.

Minnispunktur dagsins
Ég ætla að reyna að gera guð að miðju lífs míns.

13.apríl

1 comment

Hugleiðing dagsins
Margir spilafíklar eru haldnir þeirri ranghugmynd að ef þeir leggi lag sitt við GA – hvort sem það er með því að mæta á fund eða ræða við GA félaga – þá verði þeim þröngvað til þess að játast trú á einn eða annan hátt. Þeir átta sig ekki á að trú er ekki afdráttarlaus skylda ef þú vilt gerast GA félagi; að hægt sé að öðlast frelsi frá spilafíkn með bara smá votti af trú; og að hugmynd okkar um æðri mátt – eins og við skiljum hann – veitir hverjum og einum nær óþrjótandi möguleika á vali á æðri mætti og skilgreiningu hans.

Öðlast ég styrk með því að deila reynslu minni með nýliðum?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei hræða nýliða og þá sem eru að íhuga að gerast félagar í GA, með því að troða upp á þá mínum hugmyndum um æðri mátt. Megi hver og einn finna sinn eigin æðri mátt. Megi allir finna innra með sér einhverja tengingu við einhvern æðri mátt eða veru, hvers máttur er sterkari þeirra eigin. Megi ég vaxa, bæði andlega og að umburðarlyndi, á hverjum degi.

Minnispunktur dagsins
Ég ætla að afreka, ekki að prédika.

12.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Ef við leggjum okkur fram um að skilja í stað þess að vera skilin, þá mun okkur ganga betur við að sannfæra nýliða um að við höfum enga löngun til þess að sannfæra einn eða neinn varðandi það hvernig eigi að öðlast trú. Við erum öll, óháð kynþætti, litarhætti, kyni, trú eða þjóðerni, börn Skaparans. Skapara sem við getum myndað tengsl við, tengsl sem byggja á einföldum og auðskiljanlegum skilmálum – jafnskjótt og við öðlumst vilja og heiðarleika til þess að reyna að mynda þau.

Þekki ég muninn á samúð og hluttekningu? Get ég sett mig í spor nýliðans?

Bæn dagsins
Megi ég reyna að elska allt mannkyn sem börn guðs. Megi ég virða þær mismunandi leiðir sem þau fara þegar þau finna og tilbiðja guð. Megi ég aldrei verða svo ósveigjanlegur að ég geri lítið úr trú annarra eða svo tillitslaus að nota félagsskapinn sem prédikunarstól til þess að básúna mínar trúarskoðanir sem hinar einu sönnu. Ég get bara vitað hvað virkar fyrir mig.

Minnispunktur dagsins
Við erum öll börn guðs.

11.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég byrjaði; ég byrjaði að; ég byrjaði að trúa. GA hefur kennt mér að innra með hverjum og einum leynist grundvöllur hugmyndarinnar um guð. Þessi hugmynd getur verið skekkt af hátíðarbrag, óhamingju eða tilbeiðslu annarra hluta, en hún er samt til staðar. Því trú á mátt sem er okkur æðri og skýr vitnisburður um tilvist þessa máttar, í lífi margra, er jafngamalt mannskepnunni sjálfri.

Hversu vel gengur mér að deila því sem ég hef öðlast?

Bæn dagsins
Ég bið að ég megi halda áfram að leita að – og finna – hið guðlega sem býr innra með mér sem og hverri einustu manneskju, sama hversu óljóst það kann að vera. Megi ég gera mér grein fyrir að vitundin um æðri mátt hefur fylgt mannskepnunni allt frá því hún öðlaðist hæfileikann til þess að hugsa rökrétt, óháð því hvaða nafn þessum mætti var gefið. Megi mín eigin trú á æðri mátt öðlast aukinn styrk af reynslu alls mannkyns – sem og af þeim kraftaverkum sem ég hef upplifað.

Minnispunktur dagsins
Guð býr innra með okkur öllum.

10.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Breyting er höfuðeinkenni þess að þroskast, frá gáleysislegri hegðun yfir í yfirvegun, frá oheiðarleika yfir í heiðarleika, frá átökum yfir í æðruleysi, frá barnalegu ósjálfstæði yfir í ábyrgðarkennd hins fullorðna – allt þetta og ótalmargt annað er birtingarmynd breytinga til batnaðar. Guð einn er óbreytanlegur; guð einn þekkir allan sannleikann.

Geri ég mér grein fyrir að sá vandi sem ég átti í stafaði af skorti á mætti? Hef ég fundið mátt sem ég get lifað með – mátt sem er æðri mér sjálfum?

Bæn dagsins
Ég bið að GA prógramið verði, fyrir mig, uppkastið að breytingum – breytingum á mér. Dagar umskiptanna, frá spilafíkn yfir í bindindi, frá hjálpleysi yfir í kraft fyrir tilstuðlan guðs, geta verið grýttir. Megi guð lægja eirðarleysi mitt. Guð einn er heill og fullkominn og fyrirsjáanlegur.

Minnispunktur dagsins
Ég get lagt traust mitt á minn æðri mátt.

9.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Trúin er meira en hin stærsta gjöf; að deila henni með öðrum er okkar stærsta ábyrgð. Megum við í GA prógraminu stöðugt leyta þeirrar visku og vilja sem gerir okkur kleyft að standa undir því mikla trausti sem guð hefur sett á okkur.

Ef þú biður, hví að hafa áhyggjur? Ef þú hefur áhyggjur, hví að biðja?

Bæn dagsins
Guð er hið öflugasta virki, öldubrjótur sem aldrei brestur. Megum við lofsyngja frelsun okkar og verndun. Guð gefur okkur trúna að gjöf svo við megum deila henni með öðrum. Megi ég láta hana ganga til annarra á þann hátt sem mér er unnt og með þeim kærleik sem hún var gefin mér.

Minnispunktur dagsins
Guð mun ekki bregðast okkur.

8.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Oft á tíðum reyna nýliðar í GA að halda óþægilegum staðreyndum úr lífi sínu út af fyrir sig. Þeir kjósa auðveldu leiðina frekar en að stíga hið erfiða fimmta spor. Þeir sem kjósa að fara þessa leið falla nánast undantekningalaust. Þeir héldu ótrauðir áfram með hin sporin og skilja ekki hví þeir féllu. Líklegasta skýringin er sú að þeir kláruðu ekki að taka til í fortíðinni. Þeir unnu kannski 4. og 5. sporið með hangandi hendi og skildu eftir erfiðustu málin.

Hef ég viðurkennt fyrir sjálfum mér og annarri manneskju nákvæmlega í hverju yfirsjónir mínar fólust?

Bæn dagsins
Megi ég tína allt til í mínu fari sem aflaga hefur farið, óheiðarleika og harðneskju, þegar ég geri upp fortíðina. Megi ég ekki halda neinu eftir því “nákvæmlega” þýðir einmitt það að telja upp allar yfirsjónir okkar. Við höfum komist í tæri við “ruslahaug” þar sem við getum losað okkur við fyrri yfirsjónir. Megi ég notfæra mér hann, eins og til er ætlast. Megi gallar fortíðar verða sá grundvöllur sem ég byggi framtíðina á.

Minnispunktur dagsins
Styrkur framtíðar getur byggst á göllum fortíðar.

7.apríl

No comments

Hugleiðing dagsins
Andlegur og tilfinningalegur vöxtur okkar í GA prógraminu byggir meira á mistökum og bakslagi heldur en velgengni. Ef við höfum þetta í huga þá getur fall haft þau áhrif að stuðla að vexti, frekar en að draga úr honum. Í prógraminu er mótlætið besti kennarinn, nema í þeim tilvikum þar sem við neitum að hlýða á leiðsögn hans.

Tek ég leiðsögn?

Bæn dagsins
Megi ég bera virðingu fyrir öllum þáttum prógramsins, með sínum endalausu möguleikum á andlegum og tilfinningalegum þroska, svo ég geti séð fall sem lærdóm en ekki “endi alls.” Megi fall eins félaga verða okkur öllum lærdómur en ekki bara þeim sem féll. Megi fallið styrkja sameiginlega einbeitingu okkar.

Minnispunktur dagsins
Ef þú hrasar, rístu þá upp aftur.